Tuesday, May 20, 2008

Fyrsti í Eurovision :o)

ó já... og ég bara verð að blogga beinni lýsingu :þ

Hér féll snilldarsetning um pólsku gelluna sem á lögheimili í ljósabekk og datt í brúnkuspraytunnu :þ "hún ætti að taka aðeins af rassgatinu og færa það ofar" ... spurning hvort hún sé með botox í rassinum :þ eða hefði allavegana frekar átt að fjárfesta í sílíkon en ljósabekkjabrúnkuspraymeðferð

Hreinasta hörmung flest lögin.. sem gerir þetta bara skemmtilegra. Skildum ekkert í því þegar Bóas fór að syngja áðan (Bóas er frá Ísrael) að kona héti Bóas hehehe en svo var þetta bara sennilega karlmaður með ofurskæra rödd.... við erum samt ekki sannfærð!!!

Börnin eru búin að dissa flest lögin, Ingibjörgu fannst samt norska lagið fínt.....

Nú er Írland að tjá sig í gegnum kalkúna.... og hefðu bara átt að halda sig heima....

Svo vakti aumingja konan á sófanum með bangsann sinn athygli (frá Moldóvíu) þar sem Sigmar sagði að ef hún lendir ekki í topp 10 í keppninni þá þarf hún að borga allan kostnað við keppnina sjálf!!! Hún var svo stressuð enda algjörlega ljóst að hún þarf að fara heim á puttanum :þ

Andorra... sjitturinn hún er í málmdressi með horn á höfðinu.... greyið... en Þorláki finnst þær allar í flottum kjólum...

Við hér höldum að Armenía komist áfram.... en hætta á að Holland hætti keppni eftir þetta ár... eru búin að hóta því :þ

Vó.... Finnarnir ekkert smá flottir, það passar þvílíkt vel að syngja almennilegt rokklag á finnsku, allir hér sammála :D

ómæ... pissustopp.... Rúmenía drepur stemninguna algjörlega niður ælælæl

og Sigmar snillingur.... Rússarnir með þvílíkt atriði með 4 milljóna dollara fiðlu sem ekkert heyrist í (enda allt undirspil af bandi) og svo eins og Sigmar segir "Evrópumeistara á skautum sem skautar á plastsviði á stærð við heitapottinn í Garðabæ... svipað og fyrir heimsmeistara í bruni að renna sér niður hraðahindrun" heheheheh ekki gott lag en flottur skautadúddi, hef séð hann skauta en get samt ekki skrifað nafnið hans :þ

Grikkland líklegt áfram.... en komumst bara að því seinna, veit ekki alveg hvenær...

En allavegana, við reiknum með að þessar þjóðir komist áfram í kvöld: Grikkland, Finnland, Armenía, Rússland, Slóvenía... höldum bara að restin detti út :þ en samt... verðum að velja 10 lög og því bætast við: Svartfjallaland, San Marino (af því að þeir eru í fyrsta skiptið með), Aserbadjan (þó þeir geti ekki sungið), Andorra og Siggi vill veðja á að kalkúnninn frá Írlandi komist áfram :þ

Hamborgararassakeppni... ótrúlega margar skutlur með símastaura-lappir :þ

Sem sagt bara stuð og við bíðum spennt eftir framhaldinu.
kveðja
Kristín, Siggi, Ingibjörg, Þorlákur og Tinna Ösp


Smá viðbót... þau lönd sem komust áfram eru:
Grikkland, Rúmenía!!!!, Bosnía Hersegóvenía!!!!, Finnland, Rússland, Ísrael!!!!, Aserbadjan, Armenía, Pólland!!!! með botoxrassinn, Noregur!!!! haaaaa Slóvenía ekki áfram.... 5 rétt og 5 röng... Ég reyndar hélt að Bosnía kæmist áfram en fékk það ekki samþykkt hjá herra Sigurði :þ sem veðjaði frekar á kalkúnafjandann hehehe hlökkum til fimmtudagsins :þ

4 comments:

Anonymous said...

Ú þetta var nú meira kvöldið.. eina sem mér fannst ALVEG hörmulegt af lögunum sem komust áfram var Israel!!! Halló það var sko hallllló!!!!! Finnland var eina sem flaug hjá mér ;) p.s. finnst ólíkt þér að þú kunnir ekki að skrifa nafn skauta dúddans :)

Kristín E. said...

Búin að finna nafnið á dúddanum... Evgeny Pluschenko fór bara og gúgglaði þetta fyrir þig :þ

Anonymous said...

Já þetta líst mér vel á, þessa Kristínu þekki ég, hehehehe

Anonymous said...

Hahaha... Mundi heldur ekki nafnið á skautadúddanum...
Hræðileg lög upp til hópa, einna skárst frá Noregi og kannski Finnlandi, annars get ég eiginlega ekki valið neitt gott!
Fannst þeir vel eiga skilið að komast áfram frá Aserbajan og af hverju segirðu að þeir hafi ekki getað sungið??
Verður gaman að dissa fimmtudagskvöldið!
Láki frændi lentur og ætlar að leggja sig, ekkert búinn að sofa...