Thursday, May 15, 2008

Kreisi bissí :o)

Brjálað að gera.... já ó já... er sko bókuð allar helgar fram í miðjan júní hehehhe
Síðustu helgi var ég fyrst að vinna í 22 tíma á föstudeginum og svo mætt kl 8 á sunnudagsmorgni :þ og hafði þess vegna ekki heilsu í að fara með systrum mínum á Eurobandið á Players... er ennþá pínu fúl yfir þessu vaktaskipulagi :S
Á annan í hvítasunnu fór ég svo í sund með familíunni um morguninn, frítt í sund í tilefni af opnun á aðalsundlaugunni í Kópavogi eftir breytingar, við fórum bara í Salalaug eins og vanalega, löbbuðum til að spara bensín hehehe.
Eftir hádegi hitti ég svo nokkrar hressar konur á GAS-bensínstöðinni við Rauðavatn... 8 konur mættar til að gæsa Ingunni Elfu litlu mágkonu mína. Rosalega skemmtilegur dagur auðvitað. Byrjuðum á því að klæða hana í glæsidress, eitthvað af því fann ég í kassa úti í geymslu og annað komu aðrar með.. svo fórum við með hana í Blómaval og létum hana kaupa mismunandi fræ fyrir hverja okkar í garðinn sinn sem hún er að starta... hún á að muna hver á hvaða fræ og á að sinna okkur almennilega, við getum kíkt á árangurinn og séð hverja okkar hún hugsar best um :þ Svo fórum við niður í bæ, létum hana labba með bundið fyrir augun niður að tjörn þar sem hún sá um að reka mávana burt fyrir litlu börnin sem voru að gefa öndunum brauð. Fengum okkur þar cider og súkkulaði og fórum svo í Kolaportið. Þar keypti hún sér sundföt og prúttaði svo og keypti sér veski undir sundfötin fyrir 113 krónur!!!
Svo var haldið í Baðstofuna í Laugum þar sem við höfðum það afskaplega huggulegt... Ingunn í nýju sundfötunum heheheh. Ætluðum að borða þar en þá var eldhúsinu lokað kl 5, tvær voru búnar að hringja og tékka hvort við gætum ekki örugglega borðað kvöldmat þarna en fengu röng svör!!! en við redduðum þessu bara, tvær fóru aftur í búningsklefann og redduðu okkur borði á Caruso þar sem við borðuðum kvöldmat og kvöddum svo Ingunni eftir góðan dag :o)

Svo bara vinna á þriðjudag og svo saumó hjá Unu um kvöldið... mikið hlegið og mikið borðað og gaman að skoða nýju íbúðina hennar Unu sem er með útsýni úr stofunni yfir hæðina þar sem húsið okkar mun rísa :D Ég gerðist hetja og hjólaði í klúbbinn, úr Húsalind í Ásakór og er bara ansi hreint stolt af sjálfri mér!!!

Í gær svaf ég lengur, fór svo og gekk frá bankaviðskiptaskiptum... er komin í Kaupþing eins og Siggi minn :o) fékk meira að segja Eva Solo MemoryBlock í inngöngugjöf hehehe þarf að sýna Þorgerði og Ingunni gjöfina, þær eru báðar sjúkar í Eva Solo hehehe fara kannski bara líka í Kaupþing :þ Svo bara í vinnuna frá 14-8... brjálað að gera eins og vanalega en var svo þreytt að mér gekk vel að sofna þrátt fyrir ansi mörg truflandi símtöl í nótt :S

Svo bara í dag smá stúss, Bónusferð (er svo dugleg að spara þessa dagana :þ hata að versla í Bónus en er að spara fyrir húsinu okkar) og svo í RL magasín þar sem ég keypti bleikar gardínur fyrir Ingibjörgu sem eru myrkvunargardínur :o) þannig að hún þarf ekki lengur að sofa með flísteppi fyrir glugganum. Svo bara heim og gerðist aftur dugleg, fór labbandi að sækja börnin í leikskólann. Dagur Elís kom með okkur, þau léku sér hér og svo skellti ég þeim í bað enda vel skítug eftir endalausa útiveru í góða veðrinu.

Og þá er bara komið núna... á morgun er vinna og svo Jet Black Joe og Gospel tónleikar í Laugardagshöll :þ Hildur Valdís ætlar að passa, við systur förum allar og líka Siggi og Össi... hlakka svooooo til... er að spá í hvort ég ætti að fara í mexíkönsku mussunni sem ég keypti mér á Jet Black Joe árunum hehehe fann hana í kassa úti í geymslu :þ
Svo er heil vinnuvika og svo norður sem sagt eftir rúma viku, verðum á Akureyri og förum svo í giftingu Ingunnar og Gísla í Svarfaðardal sunnudaginn 25. maí... á 40 ára brúðkaupsafmæli tengdaforeldra minna, 75 ára afmæli Ástu ömmu Sigga og 40 ára skírnarafmæli Ástu Birnu systur Sigga og svo eru þá líka 4 ár síðan Þorlákur og Ingibjörg komu heim af vökudeildinni!!! Stór dagur :o) og við hlökkum mikið til... ég er búin að velja mér föt og búin að finna föt fyrir krílin, Siggi stefnir á nýja skyrtu og nýtt bindi líka!!!
Ekki má gleyma að næsta vika er holyholy vika hjá okkur, Eurovision á þriðjudag, fimmtudag og laugardag!!! náum laugardagskeppninni hjá mömmu og pabba á Akureyri... hlakka mikið til þess líka :þ
26. maí fer ég svo til Svíþjóðar í vinnuferð, flýg til Stokkhólms og við verðum þar fyrstu nóttina sem þýðir að ég hef nánast allan daginn til að láta visakortið mitt svitna í H&M... vantar svo að kaupa helling af fötum fyrir börnin mín :þ. Á þriðjudeginum fljúgum við svo áfram til Luleå sem er í norður Svíþjóð, við botn Eystrasaltsins þar sem ráðstefnan er haldin. Ráðstefna eftir hádegi og fínn dinner um kvöldið, förum líka í skoðunarferð í Blóðbanka í Luleå sem er verulega spennandi :þ. Á miðvikudeginum verður haldið áfram með ráðstefnu og svo til Stokkhólms um kvöldið þar sem gist verður eina nótt og svo heim á fimmtudeginum.
Ég fer með þremur köllum í ferðina hehehe Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni í Blóðbankanum og Sigurði sem vinnur hjá Fastus... Fastus er fyrirtækið sem er að senda okkur út.. umboðsaðili tækja og hvarfefna frá Ortho sem við erum að fara að ráðstefnast um í Sverige :o) Bara verulega spennandi...

Helgina eftir það er lítið planað annað en ég er á aðalvakt sunnudaginn 1. júní þannig að laugardagurinn verður rólegheit.

Svo er næsta brúðkaup 7. júní.. Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar eru að gifta sig þann dag, veislan í nýja turninum við Smáratorg... ekkert smá spennandi :o) Eigum eftir að redda pössun fyrir þann dag, fer í það á næstunni :o)

Þá er komið að helginni þar sem 14. júní er okkur boðið í fermingu hjá Huldu Maríu frænku minni í Mývatnssveit.... vonandi komumst við þangað, stefni á það en þarf aðeins að sjá til :þ

Sem sagt... brjálað prógram framundan, allt rosalega spennandi og við hlökkum mikið til :D

En nóg um blaður í bili... ætla að skella mér í heitt bað með dauðahafsbaðsalti frá Volare (sem Dagný Bald seldi mér um daginn... gerir húðina undurmjúka) til að reyna að róa mig niður svo ég sofni í kvöld... eftir síðustu sólarhringsvakt var ég andvaka í 4 tíma áður en ég sofnaði kvöldið eftir!!!

Heyrumst og takk fyrir öll kommentin :o)
kv
Krizzza

6 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að þið hafið nóg fyrir stafni og eruð sátt við tilveruna:)
Kveðja úr Nesi

Anonymous said...

hæ Kristín :)
það er ekki lognmollan hjá þér.
Gaman að ´essu.
Hefði verið gaman að fá ykkur til Köben, hvað á það að þýða að drusla fólki á ráðstefnu e-s staðar upp í sænsku rassgati!
Bið að heilsa í bæinn og bankann.
kv.
Thelms

Anonymous said...

Já ég er líka stolt af þér að hjóla til Unu, og ekki síður stolt af þér að hafa þorað í lyftuna í blokkinni hennar ;) 10 stig fyrir þig ;)

Anonymous said...

Það er ekki allt upptalið með 25. mai. Þá er líka 61 ár síðan Ásta amma var fermd. 55 ár síðan Benna var skírð. 13 ár síðan Ásta Sóllilja var fermd. Svo þið sjáið að þetta er merkisdagur. Hlakka til að sjá ykkur fyrir norðan. Kveðja Benna

Anonymous said...

Það er aldeilis brjálað að gera hjá ykkur!!!!
25. maí er rosalega merkilegur dagur, það verður leiðinlegt að missa af herlegheitunum en maður getur víst ekki verið á mörgum stöðum í einu.
bestu kveðjur
Anna Björg

Anonymous said...

Svona á lífið að vera. Góða skemmtun elsku frænka. Ádda.