Monday, May 5, 2008

Nokkrar myndir úr seinni í afmæli :o)

Já... nú er seinni afmælisveislan líka búin. Hingað komu 38 gestir á laugardag, 3. maí. Veislan gekk ljómandi vel, við reyndar fórum aðeins fram úr sjálfum okkur við Siggi... ætluðum okkur aðeins of mikið en með aðstoð góðra kvenna sem mættu snemma í veisluna þá tókst þetta allt ljómandi vel, takk Íris, Guðný, tengdamamma og Fjóla fyrir alla hjálpina :o).
Ég byrjaði undirbúininginn á föstudegi eftir vinnu, hefði mátt gera aðeins meira þá en Siggi var upptekinn í vinnunni, voru með innflutningspartý fyrir viðskiptavini og smá partý á eftir, en hann hjálpaði mér þeim mun meira á laugardeginum. Við byrjuðum kl 9:30 á laugardagsmorgni og svo byrjaði veislan kl 3 og þá vorum við öll búin í sturtu og komin í föt, þó annað væri ekki alveg eins mikið til og það átti að vera. Stelpurnar sem ég taldi upp áðan og fleiri til hjálpuðu við að leggja á borðið og börnin byrjuðu að borða Tomma Togvagnköku, Prinsessukastalaköku og köngulær á skikkanlegum tíma. Við bara ákváðum að gera allt tilbúið fyrir börnin fyrst, koma þeim af stað í að borða og redda svo veitingum fyrir fullorðna fólkið á eftir.
Svo gekk þetta bara allt eins og í sögu, það átti að vera rigning en hún kom ekki fyrr en seint þannig að það var hægt að vera úti á palli og svo fóru börnin út í garð að leika sér meðan fullorðna liðið var að borða... þannig kemur maður 38 manns í veislu í litlu íbúðina okkar, þetta verður minna mál í fína húsinu okkar, hvenær sem það verður :þ
Síðustu gestirnir fóru heim upp úr kl 6 og við borðuðum svo kvöldmat og gormarnir fóru að sofa alsæl með veisluna... við fórum í frágang og vorum búin að öllu um 12 tímum eftir að við byrjuðum :o).
Á sunnudag var svo veislan hjá Steina langafa, hann á 80 ára afmæli í dag, á sama afmælisdag og Þorlákur og Ingibjörg og er þar að auki tvíburi eins og þau. Fínasta veisla og Þorlákur og Ingibjörg borðuðu algjörlega yfir sig þar... sérstaklega Þorlákur mathákur hehehe
Í dag er svo afmælisdagurinn... loksins segja börnin :þ. Þau fengu pínusmá nammi eftir morgunmatinn í morgun og fóru svo á Dal og fengu þar kórónur, skildi myndavélina eftir en Siggi gleymdi að taka hana með heim þegar hann sótti þau í dag, sjáum bara á morgun hvernig myndirnar hjá þeim tókust. Í kvöldmatinn fengu þau svo kjúkling og íspinna í eftirmat og svo skemmtum við okkur öll fjögur yfir gömlum myndum af börnunum, þau skoðuðu bumbumyndir, myndir af þeim nýfæddum, afmælismyndir úr 1, 2 og 3 ára afmælisveislunum og Bahamamyndir líka... þeim finnst ótrúlega fyndið að skoða myndir af sér þegar þau voru litlubörn :o).

En allavegana, hér koma nokkrar myndir... er svo alveg að fara í að setja inn fullt fullt af myndum á barnanetið :o)
Njótið vel, kveðja Kristín stórubarnamamma


Þorlákur á laugardag, búinn að fá afmælisgjöfina frá mömmu og pabba,
Star Wars geimflaug og Star Wars kall. Ákváðum að það gengi ekki að gefa þeim afmælisgjöfina á afmælisdaginn og senda þau svo beint í leikskólann!!!


Ingibjörg á laugardag að fá sína gjöf frá mömmu og pabba,
Littlest Pet Shop hús sem vakti mikla lukku


Prinsessukastalakakan sem ég gerði fyrir laugardagsafmælið, hefði orðið flottari ef ekki hefði verið ansi mikil tímaþröng... fyrstu gestirnir komnir áður en hún var til :þ
En aðalatriðið er að Ingibjörg var hæstánægð með kökuna sína :D


Og þetta er lestarkakan hans Þorláks, nánar tiltekið Tommi Togvagn
Svo tókum við ekki mikið fleiri myndir í veislunni,
foreldrarnir voru uppteknir við að sinna gestunum :þ


Fallegasta afmælisstelpan, mynd tekin yfir morgunmatnum á afmælisdaginn


Fallegasti afmælisstrákurinn, rosalega glaður á 4 ára afmælisdaginn... loksins :D

5 comments:

Anonymous said...

Held að þú ættir bara að gerast kökuskreytingarhönnuður! Girnilegt og flott. Já, það er sko vinna við barnaafmælin, en fjör og gleði, sem vinna það upp. Hjartanlegar heillaóskir til ykkar allra. Saknaðarkveðjur þín Ádda frænka.

Anonymous said...

Var búið að éta krakkakökurnar að mestu þegar ég mætti, svo það er gaman að sjá myndir af þeim hér!
Takk fyrir alles...

Anonymous said...

Til hamingju með afmælin! Ég held að þú ættir að gerast kökuskeytir Kristín mín;) Ég sem taldi mig rosa góða að gera orm í stað skúffuköku fyrir afmælið hans Hilmars! Held að ég mæti bara í æfingabúðir til þín fyrir haustafmælið á þessum bæ.
kv. Helga

Anonymous said...

Koma svo, þetta er engin bloggframmistaða!!
Vona að Þorlákur greyið hafi sofið vel í nótt, var vel brunninn eftir gærdaginn! Minnir liðið í leikskólanum á að smyrja á hann, þær eru sennilegast ekki viðbúnar sumarveðrinu enn...

Anonymous said...

Aldeilis flottar kökur.Amma hefði viljað vera komin til að fá bita.En þið komið nú fljótlega svo við sjáumst brátt.Afi biður að heilsa.