Sunday, December 14, 2008

JólaJólaJóla...

Stekkjastaur kom fyrstur og færði gormunum mínum handbrúður, hann fékk krókódíl og hún fékk bleikt svín. Þau voru svo hrikalega glöð að þau drógu plastkassa inn í herbergi til okkar og settu upp smá leikþátt þar sem grísinn og krókódíllinn töluðu smá saman og svo át krókódíllinn grísinn hehehe yndislegt.... og Ingibjörg vaknaði um leið og Þorlákur fór inn til hennar og sagði henni að kíkja í skóinn!!!!

Þegar verið var að velja skó í gluggann setti Ingibjörg gamlan spariskó í gluggann, lítinn sætan silfurlitaðan skó... en Þorlákur vildi sko engan gamlan spariskó... fékk strigaskó af mér, þó það væri smá bleikt á honum, af því að spariskórinn væri allt of lítill og því kæmi ekki svo stórt í skóinn hehehehe

Giljagaur kom annar og færði þeim stóra smartísstauka, á endanum á hans stauk var Leiftur McQueen bíll og á endanum á hennar var Öskubuska sem getur dansað í hringi. Þau fengu reyndar ekki að borða allt smartísið.... fá meira næsta laugardag.

Stúfur kom þriðji og þar sem hann hefur verið mjög vinsæll hjá þeim eftir að þau sáu Jólasveinana í Dimmuborgum á DVD þá var hann auðvitað verulega vænn við þau, hún fékk Skellibjöllu bók og hann fékk flotta bók með dýramyndum (man ekki hvað hún heitir.....). En þetta er stór og flott bók með dýrum frá öllum heimsálfum og líka með fiska og hvali og svoleiðis :o).

Spurning hvað Þvörusleikir færir þeim í nótt.

Annars styttist í jólin, búin með allar jólagjafir nema að ég á eftir að klára gjöfina til Sigga og eftir að pakka tveimur inn.
Jólakortin koma úr prentun á morgun (og missa því miður af Þóru og komast ekki til Bahamas með henni :S) og ég fer þá í að skrifa á umslögin og koma þeim í póst.
Gerðum jólaísinn í dag, tobleroneís og vanilluís.... frystum tobleroneísinn í ísblómaboxum :o) og fáum því voða fínan ís á Aðfangadagskvöld.

Í gær fór ég að sjá Helgu Margréti á nemendasýningu Sönglistar.... hún stóð sig svo vel og ég líka... var búin að þurrka tárin úr augunum þegar kom að henni :þ svo falleg og lék svo vel og söng svo vel... yndislegt að eiga svona frábær systrabörn :D

Svo fór ég í að pakka nokkrum Kreppuspilum í kassa, Siggi var með börnin þar í 4,5 tíma í gær og gormarnir léku sér bara vel á meðan. Voru að rúlla kúlum á pool-borðinu, skoða jóladót og svo fengu þau penna og fengu að lita á glerveggina milli skrifstofanna, ekkert smá spennandi.

Í dag keyptum við líka seríur á pallinn, hentum seríunum eftir síðustu jól þar sem þær eyðilögðust í einni af lægðunum :S
Pallurinn lítur vel út, Þorlákur og Ingibjörg voru mikið búin að spyrja hvenær við myndum eiginlega skreyta pallinn okkar :þ

Jæja....
Ætla að halda áfram að glápa á sjónvarpið, Law and Order SVU núna og svo Dexter á eftir.... löng vinnuvika framundan, 22 tíma vakt á föstudag :S

Takk fyrir kommentin
kv
Krizzza

10 comments:

Anonymous said...

Þetta eru rausnarkallar þessir jólasveinar. Margrét er líka fljót fram úr, híhí. Ergilegt að þú þurfir að vinna svona mikið þegar við komum, en vona sannarlega að við sjáumst þá á laugardaginn. Ég sko bara fatta ekki að við séum alveg að koma :) Bestu kveðjur Ádda.

Anonymous said...

Við sjáumst annaðkvöld í jólasaumó ;) Kv. Malla

Anonymous said...

Eg fékk málningarslettu í minn skó, er greinilega ekki í náðinni hjá jóla.

Anonymous said...

Ég hefði alveg viljað vera með í jólasaumó..og ég er sko ekki byrjuð í jólatiltekt-ég meina mamma er að koma þannig að...hún verður nú að hafa eitthvað að gera hjá mér yfir jólin!!
ég er ekki búin að fá neitt í skóinn nema táfýlu eftir langa vinnudaga-og hælsæri já, líklegast frá Stúfnakræki eða Tröllasleiki..kveðjur the
holy pornodogg AHhhhh

Anonymous said...

hahahahaha...
Alltaf nærðu að koma mér í gott skap miss holy christmaspornodog!!

Anonymous said...

á ekkert að koma með jólablogg??

Anonymous said...

Ég er sko komin aftur heim í blogg-stellingar á morgnana og vil nú fara að fá eitthvað til að lesa frá þér! Takk fyrir síðast. Það var bara allt of stutt. Fæ vonandi betri tíma til að vera með tvíburunum næst. Margrét stefnir á eina 8 daga í borginni, og eitthvað er rætt um smá eftirá party vegna afmælisins. Kannski þið sláið þessu upp í alsherjar hitting? Bestu kveðjur þín Ádda.

Anonymous said...

Ertu bara alveg hætt! Ég fer að sleppa því að klikka á bloggið þitt--hvernig ferðu með gömlu frænku :) Bestu kveðjur þín Ádda.

Anonymous said...

Það væri æðislegt ef þú myndir setja myndir af gullmolunum þínum á bloggið þó að þú hafir ekki tíma eða innri ró til að skrifa í bili. Þau eru þér stoð og stytta, og við viljum svo gjarnan fá að fylgjast með þeim, helst daglega! Sem sé--panta mynd sem fyrst!!! Skal svo senda þér súkkulaðisíróp við tækifæri, koss og baráttukveðjur---Þín frænka Ádda.

Anonymous said...

Já farðu nú að henda inn bloggi stelpa! Annars hætti ég að kíkja hér inn ;)