Tuesday, December 9, 2008

Desember.... alveg að koma jól

Já.... nú styttist heldur betur í jólin..... og hér er ALLT Á HVOLFI!!!!
Síðustu helgi var brjálað að gera og helgina þar á undan var ég að vinna endalaust, 22 tímar á föstudegi og svo aftur 22 tímar á mánudegi og lengur á miðvikudegi..... en næsta vakt er ekki fyrr en 19. des því betur.

Síðustu dagarnir á Akureyri voru auðvitað æði, ég og mamma gerðum 529 stk mömmukökur (eða sem sagt 529 stk af kökum sem gera svo helmingi færri mömmukökur þegar kremið er komið á milli) og svo gerðum við heilar 3 brúnar tertur. Jummí.... og ég orðin útskrifuð í ansi mörgu tengdu jólunum.
Svo er mamma búin að senda okkur systrum enn meira af gómsætum... fékk hvíta tertu, loftkökur, vanilluhringi og svo kökur sem ég veit ekki hvað heita en eru æði... með engifer og lime og einhverju fleiru... TakkTakk mamma :o)
Affí kom með þetta að norðan fyrir okkur systur, ekki slæmt að hafa ferðir hér á milli til að spara póstkostnaðinn. Tengdapabbi fór svo norður á sunnudag með eitthvað af dóti sem átti að berast á Akureyri... TakkTakk.... ég var búin að fara með Húsavíkurpakkana sjálf þegar ég skellti mér norður um daginn.

Um helgina var auðvitað nóg að gera. Danstími á laugardag og svo allt mugligt í frágangi hér heima (en samt allt í drasli!!!!) og á sunnudag fór Siggi með börnin í sunnudagaskólann meðan ég tók mig til heheheh og svo skelltu þau sér í jólafötin frá því í fyrra og á jólaball í dansinum. Rosa fjör, mikið dansað auðvitað og tveir hrikalega skemmtilegir jólasveinar og bara gaman. Eftir það fór ég í smá búðarráp með Þorgerði og Siggi fór með gormana í vinnuna... var að byrja að undirbúa pökkun á Kreppuspilinu (sem þeir voru að búa til fyrir jólin... hægt að skoða á www.kreppuspilid.is ). Spjöldin með spurningunum voru enn í prentun en sunnudagurinn fór í að setja spilakallana og teninga í litla poka... þrælavinna sem sagt :þ.
Ég mætti og hjálpaði til eftir búðarrápið.... keyptum smá jólagjafir, Þorgerður tók út skó og peysu fyrir fatapeninga úr vinnunni og ég fjárfesti í leðurstígvélum (sem kostuðu 16 þús en eru sléttbotna og því ekki of dýrir fyrir bakið á mér!!! ég má ekki labba á hælum :S).

Svo bara fór ég heim með gormana en Ingibjörg var búin að vera eitthvað einkennileg, andaði grunnt og var slappleg og þegar við komum heim þá bara grét hún og grét og var með verki hægra megin í kviðnum þannig að ég heimtaði Siggann minn heim svo ég kæmist með hana til læknis. Elskulegur Gilli mágur mætti svo beint og sat hjá Þorláki svo ég kæmist strax út.... og til að gera langa sögu stutta þá fórum við fyrst á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann og þá var daman komin með nærri 39 stiga hita en orðin eldhress.... talin vera með einhverja veirusýkingu sem veldur stækkuðum eitlum t.d. í nára og holhönd og getur valdið hrikalegum verkjum. Komum heim um kl 22 og ég var svo heima með þau bæði í gær... Þorlákur með ljótan hósta greyið.
Fór með Þorlák á heilsugæsluna í gær og hann er bara með sinn ljóta hósta, þurfti ekki sýklalyf... bara hóstasaft og nefspray og halla á rúmið hans.
Í nótt fór svo Siggi til Danmerkur.... millilentu í Póllandi hehehe fengu ódýrt flug en þurftu að millilenda í Póllandi í staðinn.... hann og Jónas (framkvæmdastjórinn) fóru út til að taka við styrk frá einhverjum norrænum samtökum, Nordic Gaming Awards eða eitthvað svoleiðis. Allavegana peningur í kassann, styrkur til að halda áfram þróun á tölvuleik.
Siggi fór fyrir kl 2 í nótt af stað í ferðalagið... ég vaknaði auðvitað til að kyssa hann bless :o) og sofnaði svo aftur. Svo kom Ingibjörg um kl 4 og var þvílíkt heit (búin að vera hress allan mánudaginn) og fékk stíl og sofnaði eftir ca 1 klst.... og svo er hún búin að vera hress í allan dag til kl 3... þá varð hún allt í einu hvít í framan og köld á höndum og fótum og er komin með hita núna :S skrýtin pest.

Þorlákur var bara heima í dag líka, ég kom honum auðvitað ekki í leikskólann.... ég ætla að heyra í Þorgerði og Gilla í kvöld og sjá hvort Gilli geti kippt honum með í leikskólann á morgun... ef hann hressist og minnkar hóstann :S
Þau eru orðin ansi þreytt á að hanga heima (í alveg heila 2 daga heheheh) en þau eru bara vanalega ekki mikið lasin og því ekki vön þessu, sem betur fer.

Jæja.... ætla að skella mér inn í herbergi og horfa á Leiðindaljós.... eðalfínt eftir langan dag með eirðarlaus börn.

Reyni að skrifa oftar..... ætla alltaf að segja frá svo mörgu og þá verður þetta svo langt en ég ætla í framtíðinni bara að skrifa þegar ég nenni og þá kannski detta út einhverjar fréttir en þa verður bara að hafa það.

Jólin koma og draslið fer og kökurnar eru æði... er það ekki aðalatriðið.
Luv
Krizzza

6 comments:

Anonymous said...

Auðvitað er það aðal málið ;) Þú ættir að vita manna best að jólin koma sama hvað tautar og raular (sama hvort allir eru ælandi eða hvað, eins og í fyrra hjá ykkur.......). Batakveðjur til ykkar, kv. Malla

Kristín E. said...

eða ælandi ólétt eins og 2003.. eða með ælandi börn eins og 2004... eða á sjúkrahúsi eftir eggheimtu í desember eins og 2002 heheheh á ég að halda áfram :þ

Eftir öll þessi jól þá sá ég að þetta voru samt allt fullkomin jól enda eru jólin alltaf æðisleg, jafnvel þó jólasteikin seinki um 2 daga hehehe

Anonymous said...

Já er ekki alltaf allt fullkomið sem við gerum í þessari ætt??Kv affí

Anonymous said...

Jú víst erum við fullkomin það er sko klárt! Séum við veik erum við veik og svo framvegis :) Vona að þetta ástand fari að lagast. Voða glöð að finna eitthvað á blogginu þínu, takk. Hvaða spil ertu að tala um? Er þetta tölvuleikur / eða playstationleikur --og hvað kostar þetta?-er þetta t.d. gjöf handa stráklingum á borð við Alexander, eða? Æðislegt að þeir skyldu fá styrk. Hann Siggi þinn getur allt eins og Elli :) Hjartans kveðjur, þín Ádda.

Kristín E. said...

Ádda... Kreppuspilið er borðspil með tilvitnanir í íslensku kreppuna, meira fyrir aðeins eldri, sennilega mest svona 20 ára og eldri.... svona svolítið sambland af Matador og Hættuspilinu segja þeir félagar.... en tölvuleikurinn sem þeir eru á þróa (og fengu styrkinn út á) er frekar fyrir Alex og þann aldur, veit ekki hvenær hann verður til reyndar.... en það er væntanlegur nýr leikur frá þeim á Facebook og líka leikur í iPhone :o) nóg að gera

Gormarnir eru að hressast... fara vonandi í leikskólann á morgun jei og Siggi kemur svo um miðjan dag á morgun frá Köben, ekki með viðkomu í Póllandi enda enginn að koma hingað þaðan... bara fullt fullt af Pólverjum að fljúga út :S

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur :) Leiðinlegt með þessi veikindi krílanna, vona að þau verði eldhress um jólin fyrir vikið. Bestu kveðjur að norðan