Tuesday, June 24, 2008

Afmælisdagur Gísla :o)

Já... í dag á Gilli mágur afmæli, til lukku með daginn elsku Gilli.
Ég fór aðeins að hugsa þetta.... kynntist Gilla fyrst sennilega sumarið 1988... eða hitti hann fyrst þá þegar hann og Þorgerður systir voru að byrja að vera saman.

Ein skemmtileg minning er þegar þau sátu í bílnum hans Gilla fyrir utan Steinahlíðina í lengri lengri tíma og mömmu og pabba fannst tími til kominn að Þorgerður kæmi inn að sofa. Ég var send að sækja hana og auðvitað þorði ég ekki út þannig að ég bara blikkaði ljósinu í forstofunni hehehe.

Gilli er eiginlega meira eins og bróðir minn en mágur minn enda búin að þekkja hann svo hrikalega lengi. Ég var bara nýfermd sumarið 1988!!!

Svo fór ég að hugsa meira og man eftir ferð sem ég fékk að fara með þeim Þorgerði og Gilla í Ásbyrgi, man ekki hvaða ár en þetta var ferð farin út af afmælinu hans Gilla. Ég fékk að koma með!!! takið eftir... og var ekkert smá ánægð með það. Þetta var æðisleg ferð, ég gaf Gilla Benetton rakspíra í afmælisgjöf, í svörtu boxi, sexhyrnt.... og þetta var sennilega í fyrsta skiptið sem ég fékk að fara eitthvað með þeim tveimur, ótrúlega spennandi.

Svo man ég eftir ferð sem ég fór með þeim tveimur og Erin frænku okkar... á rosalega flottar myndir (á pappír en ekki digital :S) af okkur á gömlu brúnni yfir Skjálfandafljót hjá Goðafossi, Gilli með brúnu stóru gleraugun sín með plastumgjörðinni (voru enn stærri en þau sem Þorgerður átti hehehe) en hann var auðvitað með gleraugun á hvolfi hehehe.

Svo var alltaf svo spennandi að koma til þeirra í Norðurgötuna, þau í sinni eigin íbúð ótrúlega flott :þ. Passaði stundum elsku litlu Hildi mína og fékk að gista á svefnsófanum í stofunni, rosalega spennanid.

Svo bara flutti ég suður og hitti þau ekki eins mikið en svo fluttu þau hingað í hverfið til mín :o) þvílíkt lán..... og hann þarf að búa við það að ég og mín fjölskylda æðum inn um allt í Funalindinni ansi oft :þ
Til lukku með daginn elsku Gilli
kv
Kristín litla mágkona

Komst að því að ég á voðalega fáar myndir af Gilla,
þarf að bæta úr því en hér er hann með konunum sínum og Degi Elís
á fermingardegi Hildar Valdísar

9 comments:

Anonymous said...

Komum hér með afmæliskveðjum áleiðis til hans Gilla mágs þíns---Elsku Gilli. Til hamingju með daginn. Voru þau ekki uppá sitt besta hann og Þorgerður þegar ferðin með endasneiðinni var farin :)?
Þetta eru nú óvenjulega vellukkuð hjón á allan hátt og börnin eftir því. Vona að Gilli iðrist ekki að hafa komið sér í þessa rugluðu fjölskyldu :) :) :)
Hjartans kveðjur til ykkar allra-- Ádda, Hilla frænka og liðið í Meinersen.

Anonymous said...

Takk fyrir skemmtilega lesningu kæra systir! Man vel eftir flotta benetton rakspíranum sem var mikið notaður... Og endasneiðsferðin með Norðurgötuliðinu, Áslaugu og Klaus var nú aldeilis skemmtileg, gaman að enn sé gert grín að fína smurða nestinu - hehe...
Búin að grilla með afmælisbarninu og græja perutertu fyrir hann, árlegur viðburður þetta með perutertuna.
Skila kveðjunum til hans, takk takk

Thordisa said...

Segi það sama gaman að lesa þetta og til lukku Gilli minn. Ég man eftir flotta hálsmeninu sem þið Þorgerður gáfuð mér þegar ég varð 16 ára en það var alsber kona eftir Koggu mjög flott á það enn he he... Kristín og Þorgerður hef ekki séð ykkur lengi væri gaman að taka sund saman við tækifæri

Anonymous said...

Pssstt..hvað eru Gella og Girði eiginlega búin að vera lengi að dúlla sér saman...? Ég man varla eftir Þorgerði án þess að Gilli hafi verið einhversstaðar í kring að væflast...he he -Arnhildur Tröllatussu sölumaður dauðans
(ath! að lesa blogg er góð skemmtun. Þetta blogg er leyft öllum aldurshópum. Foreldrar og forráðamenn ..góða skemmtun!)

Kristín E. said...

hehehe... Arnhildur þau eru búin að vera saman síðan 1988, sem sagt frá því að þú varst 11 ára :þ og því ekki skrítið að þér finnist þau bara hafa verið alltaf saman :)

Anonymous said...

Síðbúin afmæliskveðja til Gilla og líka kveðja til hennar Helgu Margrétar í tilefni morgundagsins! Eða það ekki rétt munað að sú duglega og sæta skotta verði 10 ára morgun??

Bestu kveðjur, Svanhildur og co

Kristín E. said...

Rétt hjá þér Svanhildur, það var afmælisveisla í Garði í dag :o)

Anonymous said...

Hvernig er þetta með stórfjölskylduna.. muna allir afmælisdaga allra nema ég?? Segi því bara til hamingju með afmælið þið öll sem eigið afmæli um þessar mundir, bæði börn og fullorðnir, og skemmtið ykkur vel á afmælisdaginn! Kv affí

Anonymous said...

Nýtt blogg takk-þín Arnhildur uppáhaldsfrænka í dónabúðinni á Akureyri