Sunday, November 9, 2008

Frökenin orðin hress :o)

Já... pestin var ekki löng, nokkur gubb um nóttina og svo um morguninn og svo ekki meir, því betur. Þorgerður sótti Þorlák í leikskólann á föstudag og tók hann með sér í heimsókn og Siggi sótti hann svo og kom við á McDonald´s og keypti hamborgara fyrir litlu konuna okkar.... og hún borðaði bara nokkuð vel.

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur.... það var frí í dansinum þessa helgina og við bara róleg. Svo ætlaði ég með Ingibjörgu í smá búðarrölt en Þorlák langaði svo miklu meira með mömmu í búðir en að horfa á fótbolta með pabba hehehe þannig að Ingibjörg bauðst til að vera bara heima hjá elsku pabba sínum :þ. Við Þorlákur fórum aðeins í Europris (þar sem það sem við ætluðum að kaupa var ekki til :S) og svo í Smáralind þar sem við keyptum heilar 7 jólagjafir og Rosendahl salt og piparkvarnir handa okkur Sigga fyrir pening sem tengdamamma gaf okkur í afmælisgjöf :o) ógó flott auðvitað.

Svo komum við okkur bara heim, borðuðum smá og skelltum okkur svo í Toys ´r us þar sem við keyptum 8 jólagjafir.... frábært að vera byrjuð á jólagjafakaupunum :D

Svo fórum við auðvitað í Sorpu í leiðinni og líka í Bónus.

Eldaði svo karrýfiskinn úr Af bestu lyst í kvöldmatinn.


Í gærkvöldi fór ég í halloween partý til Hildar Ernu... Glerárskólagellurnar. Partýið sem átti að vera fyrir viku en var frestað vegna veikinda. Það var ekkert smá gaman :o). Allar mættu í þvílíkt flottum búningum... enda átti ekki að hleypa neinum inn nema við myndum mæta í búningi... svona var ég í búningi sem Íris Kristín lánaði mér... takktakk :o) Ég þurfti meira að segja að skilja bílinn eftir og fá far heim!!! Drakk sko heila flösku af vodka ice blue heheheh



Í dag var frí í fimleikunum... Siggi fór með börnin í sunnudagaskólann og ég fékk að sofa út :D. Svo vorum við bara í rólegheitum hér og skelltum okkur svo saman í Húsdýragarðinn, áttum enn 2 boðsmiða sem ég vann í happdrætti á Sólrisuhátíð Blóðbankans í vor (hálfgerð Árshátíð). Í kvöld var svo bayonneskinka í matinn.... var á tilboði í Nettó fyrir helgi :þ og svo ís í eftirmat.
Jæja.... styttist í lokaþátt Swingtown og ég má ekki missa af því....
Takk fyrir öll kommentin
kv
Kristín E.

6 comments:

Anonymous said...

Rosa flottar myndir úr partýinu á facebook, þið voruð aldeilis flottar!

Já, við verðum að fá aðra þáttaröð af swingtown, það er ekki spurning!

Anonymous said...

Já frænka mín, þú ert sko HOT MAMA!! Vúhúú!! Gaman að lesa um lífið og tilveruna hjá ykkur, og talandi um að sleppa við jólainnkaupa stressið og bara klára þetta snemma af!!! kveðjur úr dótalandinu fyrir fullorðna fólkið Arnhildur pornodoggystyle

Anonymous said...

Ekkert smá flott, greinilegt að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú skellir þér í búning, - Er Siggi búinn að fá leið á hjúkkubúningnum?

Anonymous said...

Mæli með því að þú farir í þetta sem oftast.Bestu kveðjur frá Áddu frænku. Vona að ekki verði meira úr veikindunum. Voða ertu dugleg að blogga !!!!!!!!

Anonymous said...

Þú ert nú barasta flottasti sjóræningi sem ég hef séð!
kv. Helga

Anonymous said...

Næst gætirðu líka fengið efnis minni "búning" úr búðinni hjá mér!! Vorum líka að fá sexy santa´s wife búninga!
Flott fyrir aðfangadagskvöld eða..!!
kveðjur Arnhildur dónakynningamaster