Sunday, May 24, 2009

Nokkrir punktar

HæHæ.....
er svo þreytt alltaf á kvöldin að ég bara kem mér ekki nema örsjaldan í tölvu, sorry :þ.... en hér eru nokkrir punktar
  • ormagormarnir orðnir 5 ára.... og eru alltaf jafn yndisleg og stórkostleg og frábær.... myndir á facebook úr afmælinu og væntanlegar (vonandi sem fyrst) á barnanetið
  • búin að eignast yndislega frænku.... sem kom í heimsókn til okkar í gær, fyrsta skiptið sem hún fór í heimsókn.... foreldrarnir og bræðurnir fengu að koma með
  • litla frænka búin að kúka á mig.... sem hún má alveg gera aftur ef hún vill enda er hún yndisleg :o)
  • hætt að æla!!! (vonandi alveg alveg hætt) eftir að ég fékk betra magalyf :þ og hætt með brjóstsviðann líka!!! snilld
  • gormur dugleg/ur að hreyfa sig.... mamman farin að róast yfir þessari meðgöngu heheheh
  • búin í 20 vikna sónar og allt leit vel út.... vildum ekki vita kynið, óþarfi að kíkja í pakkann fyrr en hann opnast hehehhe
  • kannski norður næstu helgi, á eftir að ákveða og heyra í múttu og svoleiðis, kemur í ljós
  • 15 ára stúdent í júní, fer norður þá... alein :S var að vona að kallinn kæmist með en það gengur víst ekki þannig að ég fer í nokkurra daga húsmæðraorlof hehehe

Jæja.... ætla að leggja mig smá, börnin í heimsókn hjá Söru á efri hæðinni og þá á að nota tímann í að slaka á :þ

kv
Kristín latibloggari.... 24 vikur á morgun :D

5 comments:

Anonymous said...

Takk-takk! Mikið var nú gaman að heyra frá þér þó að maður fylgist nú með á facebook. Var sjálf að pikka á bloggsíðuna og það eru sérlega "uppörfandi" orð (hmhm). Held mig vanti sárlega svefn. Ekki vært fyrir breima köttum og fuglsöng.Hafðu það gott. Þín frænka í Germany.

Malla syssssss said...

Systir þín ég ætla að skemma húsmæðraorlofið með innrás á Akureyri, skírn 13. júní eins og þú veist ;) Þú getur þá passað dúllu frænku á meðan ég græja fyrir skírn.

Anonymous said...

Hæ hæ! Gott að allt gengur vel og frábært að allt kom vel út í sónarnum...oh þetta er svo spennandi!

Hafið það gott. Bestu kveðjur, Svanhildur

Anonymous said...

vegna ekki:)

Anonymous said...

parf ad athuga:)