Tuesday, June 2, 2009

Júní :o)

Já... kominn júní :D. Frábær helgi á Akureyri og Húsavík, fórum eftir vinnu á föstudag og til baka í gær.... flott að hafa svona fínan annan hvítasunnudag til að lengja helgina.
Fórum lítið í heimsóknir, 2x í Norró og svo fór einn dagur í Húsavíkurferð... Siggi með Arnþóri og Hafþóri frændum sínum í golf og Þorlákur og Ingibjörg fengu að fara með :D agalegt sport.
Yndislegt veður alla helgina og það var smá sjokk að koma heim í Kópavog í 9 stiga hita og skýjað :S en sumarið er komið, kemur bara og fer smá aftur :þ.
Litla sæta frænka nefnd í gær og á að heita Álfhildur Ester, flott nafn á yndislega prinsessu. Hilla frænka var frekar mikið montin á Akureyri í gær :D. Svo verður Álfhildur Ester skírð í Akureyrarkirkju 13. júní.
Ég fer norður 12. júní, ein og sér keyrandi, fer í skírnina 13. og svo í stúdentsafmælisskemmtanir 14. og 15. júní og heim aftur 16. júní af því að ég get ekki hugsað mér að vera annars staðar en með börnunum mínum og Sigga á 17. júní :þ enda hef ég ekki orku í 3 daga fagnaðarlæti yfir því að 15 ár séu liðin frá því ég var stúdent.

Jæja... ætla að leggjast inn í rúm og hvíla mig smá og lesa áður en Siggi kemur heim með kvöldmatinn :D svo vel gift :D

kv
Kristín E.
25 vikur... bara 15 vikur eftir :D (ekki að ég sé að telja niður, bara auðvelt að reikna þetta hehehe)

4 comments:

Anonymous said...

UMMM, kökuveisla framundan !!Vonandi verður drullað ærlega í form fyrir þessa veislu, get varla beðið
Kv affí

Malla sysssss said...

Jebb við mamma verðum sko magnaðar í "drullinu", hehe ;) Þetta mjakast áfram Kristín, það verður komin september áður en þú veist af (nánast).

Kristín E. said...

hehehe Malla.... mér finnst þessi meðganga líða ansi hratt og finnst agalegt að það séu bara tæpar 15 vikur í september!!! Vil fá lengra sumar hehe

Þorgerður said...

Ég drulla nú vel líka Malla mín!
Hlakka til að gúffa í mig með þessari frábæru familíu - hehe...