Tuesday, June 9, 2009

Nýjustu fréttir

HæHæ....
mín bara bloggóð þessa dagana hehehe.... eða ekki en þetta er samt framför :þ
Þessa dagana sit ég aðallega hér heima í rólegheitunum, fór í 50% vinnu í síðustu viku í heila 3 daga og svo var smá vesen um helgina, búið að blæða pínusmá af og til í um 2 vikur en svo kom aðeins meira um helgina og þá varð ég stressuð og kíkti við á Landspítalann.... allt í góðu með gorminn og leghálsinn en ekkert annað að gera en að taka því verulega rólega og hætta að vinna.
Pínu snemmt að hætta að vinna þar sem enn eru rúmir 3 mánuðir í litla gorminn en maður tekur enga sjensa þegar væntanlegt barn á í hlut og því verð ég bara stillt og prúð í allt sumar með tærnar upp í loft :þ Er dugleg að lesa, slappa af, bögga Möllu og Össa með heimsóknum (eða aðallega litlu Álfhildi Ester :þ) og enn bara kominn dagur 2 í veikindaleyfi hehehe þetta venst.
Ég má alveg hreyfa mig, gleymdi að spyrja hvort ég megi fara í sund en kemst að því á morgun. Ætla að vera dugleg að fara á fætur á morgnana og brjóta saman þvott og svoleiðis, kannski í stutta göngutúra og svo bara lesa, sauma og þannig.
Allar heimsóknir vel þegnar :o) og ætla að vera dugleg að kíkja annað... hverjir eru heima á daginn??? Hringi allavegana í Þórdísi þegar ég veit að hún verður komin heim frá Svíaríki :þ.

Börnin stillt og prúð, Siggi duglegasti eiginmaðurinn eins og alltaf og sér um heimilið, innkaupin, þrifin og börnin :D enda ætlum við ekki að verða vökudeildarforeldrar aftur, ekki spennandi titill :þ

Jæja... heyrumst...
ætla að reyna að verða ekki tölvufíkill í veikindaleyfinu þannig að ég lofa ekki örari bloggum :þ
kv
Kristín
26 vikur búnar :o) og gormur á fullu í að sparka og minna á sig :D

3 comments:

Anonymous said...

Vona sannarlega að þú hafir það gott og að krílið verði heilbrigt og hresst þegar það ákveður að koma í heiminn.Smá lýsingar á þýskum blóð-sugum á blogginu mínu. Líklega ekki svona hjá ykkur!

Anonymous said...

Nú er bara að taka því rólega, njóta lífsins og hugsa um heilsuna. Það var mikið fjör í skírn, gaman að sjá mannskapinn og ekki síður gott að fá ærlega að eta enda búið að drulla ærlega í form fyrir þessa veislu. Mamma stóð sig eins og hetja í kirkjunni að hjálpa pabba, las upp mest allan textann, og notaði að sjálfsögðu tækifærið og skírði barnið í hausinn á sér!! Lúmsk sú gamla.....
kv affí

Kristín E. said...

hehehehe mamma þín leynir á sér :þ