Sunday, December 2, 2007

Voðalega skrifa ég sjaldan... 2 helgar

Jæja.... verð að fara að standa mig betur í þessu bloggi, facebook-ið tekur allt of langan tíma hehehe
En allavegana, smá uppgjör, byrja á síðustu helgi:
Föstudagur: vorum auðvitað að vinna eins og vanalega og drifum okkur svo af stað til Akureyrar... við fjögur og Helga Margrét með okkur (foreldrar hennar í Manchester). Ferðin gekk auðvitað glimrandi vel enda úrvalsbílstjóri undir stýri. Þorlákur reyndar sofnaði næstum því í göngunum en með því að kveikja ljós og syngja bullutexta við "Pósturinn Páll" þá vaknaði drengurinn fyrir kvöldmat í Hyrnunni í Borgarnesi. Lentum á Akureyri upp úr kl 23 og þá vöknuðu öll börnin 3 og sofnuðu svo aftur í ömmu rúmi (Helga reyndar á gólfinu á dýnu en afi greyið flúði bara niður á neðri hæð hehe).
Laugardagur: foreldrarnir fengu að sofa :þ börnin fengu hafragraut í morgunmat og svo mjólkurgraut í hádegismat (sem reyndar kallast grjónagrautur hjá börnunum að sunnlenskum sið). Við fjögur löbbuðum í Norró í snjógöllum, Siggi dró systkinin á snjóþotu nánast alla leið (ég sá um að draga þau niður Höfðahlíðina hehehe). Svo var hnoðað upp í laufabrauð og byrjað að fletja það út, ætluðum að skera út daginn eftir en svo gekk svo glymrandi vel að við skárum út í 3 eða 4 deig af 4 eða 5 sem búin voru til (ekki alveg með tölurnar á hreinu). Þorlákur var duglegur að hjálpa Láka frænda sínum, Láki var að fletja út og Þorlákur fékk svo að skera kökurnar út með kleinuhjóli... Ingibjörg var meira í að leika sér en fór svo líka aðeins í að bretta upp á laufabrauðið með pabba sínum. Um kvöldið var öllu liðinu hópað saman í Steinahlíðina hjá afa og ömmu og þar var hangikjöt í matinn og ís í eftirmat (allt liðið er Norðurgötulið og Siggi, Annette og dætur).
Sunnudagur: Kíktum aðeins við í Norró, fengum þar hádegismat og svo var haldið áleiðis til Húsavíkur. Byrjuðum í kaffi hjá Ástu Birnu, hún var auðvitað búin að baka handa okkur, frábæra súkkulaðiköku og marensköku með karamellusósu og rjóma.... jummí :o). Svo fórum við í heimsókn til Önnu Bjargar, Kidda og Davíðs Leó... vissum reyndar að Davíð Leó væri sofandi en við höfum aldrei séð íbúðina þeirra þannig að við ákváðum að kíkja. Fórum svo þaðan á Sjúkrahúsið að hitta Öddu ömmu Sigga, hún var bara nokkuð hress en er að mestu rúmliggjandi. Rakst á Óla gamla frá Skútustöðum, hann er líka á Sjúkrahúsinu á Húsavík... hef ekki hitt hann í mörg mörg ár. Svo var matur hjá Ástu og fjölskyldu um kvöldið, Anna Björg, Kiddi og Davíð Leó komu líka í mat og nú var Davíð Leó vakandi þannig að við náðum öll að knúsa hann. Ingibjörg var þvílíkt spennt að halda á honum en Þorláki leist ekkert á það en ég narraði hann til þess að lokum ;). Við vorum ekki með myndavél en Anna Björg myndaði þetta allt fyrir okkur og nú á ég bara eftir að hnupla myndum af síðunni hennar til að setja hér inn og barnanetið. Um kvöldið keyrðum við svo aftur til Akureyrar í töluverðri snjókomu en því betur var ekki mikil hálka af því að það var 11 stiga frost hehehe
Mánudagur: 10 stiga hiti og allur snjórinn farinn :þ fórum í mat til Lillu, pabbi hitti okkur þar og kvaddi okkur. Svo fórum við aðeins inn í bæ og svo í vinnuna til mömmu til að kveðja hana og svo bara spændum við heim. Borðuðum í Varmahlíð (fínt að geta keypt þægilegan mat fyrir krílin og pylsur fyrir okkur hehehe þau eru ekkert fyrir pylsur). Vorum komin heim rúmlega 19, komum við á Papinos og sóttum okkur pizzu. Helga gisti svo hjá okkur þar sem Þorgerður og Gilli lentu í 5 tíma seinkun frá Manchester úffff
Svo bara vikan eins og vanalega... vinna og vesen og tvær bakvaktir...

Svo helgin sem er að klárast:
Föstudagur... bakvakt, kom heim rétt fyrir kl 22 og fór bara beint að sofa :S
Laugardagur: Byrjaði í danstíma eins og vanalega, síðasti danstíminn fyrir jólafrí (og öfundum Hildi Ýr danskennara töluvert mikið af jólafríinu hennar hehehe). Svo fórum við í Garðheima og keyptum efni í aðventukrans (eða réttara sagt aðventuskreytingu... myndir koma síðar... eru enn í myndavélinni) og svo keyptum við eitt stykki málverk. Ég fór á sýningu hjá Hildi Soffíu sem er litla systir Brynju vinkonu, passaði hana oft með Brynju þegar hún var lítil. Ég sá hjá henni mynd sem mig langaði í og pantaði hana. Svo kom ég heim og fór að lýsa myndinni fyrir Sigga og sýndi honum heimasíðuna (sem er by the way www.viva.is ) og þá langaði Sigga í mynd eins og ég pantaði nema bara stærri gerð. Við fengum myndina lánaða á laugardag og nú er hún komin upp á vegg í stofunni (vegginn sem við máluðum um daginn!!!). Líka búin að hengja upp báðar myndirnar sem við fengum í brúðkaupsgjöf og aðra myndina sem við eigum eftir séra Örn... hin þarf að fara í viðgerð, búin að síga niður í rammanum... og svo fer sú mynd upp á vegg líka. Svo hengdum við upp hillu í hjónaherbergi (sem Siggi by the way málaði aleinn og sér meðan ég var að vinna á þriðjudag!!! Bar rúmið fram aleinn... dýna er heil 186x213!!! veit ekki hvernig hann fór að því....
Sunnudagur: fengum að sofa ótrúlega lengi, Þorlákur vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir kl 9!!! Byrjuðum á sunnudagaskólanum... sem var öðruvísi en vanalega út af fyrsta sunnudegi í aðventu, bara stutt helgistund og svo jólaföndur. Rosa fjör... bjuggum til 2 stk hreindýr hehehe Svo var bara spænt heim, skelltum engjaþykkni í börnin á methraða og skelltum okkur svo á fyrsta jólaballið í ár, með hinum danskrökkunum. Rosalega gaman :o) Ingibjörg og Þorlákur voru alveg dáleidd þegar 2 pör sýndu dans... enda ótrúlega flott. Jólasveinninn var reyndar sá undarlegasti sem ég hef séð, í búningi úr RL búðinni sem var allur að detta utan af honum heheh en krílin mín voru hæstánægð með að hafa hitt Hurðaskelli og þá var markmiðinu náð!!!
Svo komum við heim og skreyttum pallinn úti, ég gerði svo kakó/súkkulaði (nánast ekkert suðusúkkulaði til hehehe) og svo erum komnar seríur í gluggana hjá börnunum og aðventuljós í stofugluggann!!!

Ótrúlega dugleg þessa dagana hehehe, ég verð að nýta helgarnar fram að jólum, næstu helgi er ég að vinna, svo eru 2 jólaböll helgina þar á eftir, svo er ég aftur að vinna helgina eftir það (22. og 23. des) og svo bara koma jólin hehehe sjittttt alltof stutt til jóla hehehe

Jæja.... farin að horfa á Friends á E4
kv
Kristín Facebookari í nýbreyttri íbúð :þ

5 comments:

Anonymous said...

Gott ad thid attud fina helgi fyrir nordan. Alltaf nog ad gera hja öllum islendingum. Her allt vid thad sama. Nema hvad hann Klaus minn boradi fyrir 4 litlum hillum og setti upp spegil i herbergi dottur sinnar. Otrulegt en satt, hi,hi. Og endadi uppi a stiga vid ad na laufblödum ur vatnsrennunni. (hvad sem thad nu heitir a islensku!) Gledilega adventu, og njottu timans fram ad jolum. Hann er svo skemmtilegur, thratt fyrir stressid heima. Bless, thin fraenka Adda.

Anonymous said...

Var ég ekki búin að tala við þig um ljóta munnsöfnuðinn!!! Nei bara smá grín ;) Hér var líka allt á fullu um helgina, hjólaði í leikskólan fyrir 9 á laug. morgun, hrærði mismunandi litan glassúr til 10, var svo á fullu til 1. Fór heim, þvoði glugga og setti seríur, fórum svo í sveitaferð frá 3 til hálf sjö, skrifaði 24 jólakort, vá þetta var meiri helgin ;) kveðja Malla sysss

Kristín E. said...

Ég legg til að elskuleg systir mín hún Malla opni bloggsíðu :þ ... tekur þú áskoruninni???

Anonymous said...

Uh fannst þér þetta of langt komment!!!! Ég skal hafa það styttra næst tihi. Hei það er alveg nóg að vera á facebook ;) Malla syssss

Kristín E. said...

hmmm fannst kommentið alls ekki langt en það er bara svo gaman að lesa það sem þú skrifar :þ og svo hefurðu frá svo mörgu að segja!!! Alltaf hægt að hafa bloggsíðu og blogga bara stutt í einu :þ