Sunday, December 30, 2007

Jólauppgjör :þ

Jæja... þá er að sjá hvað tölvan endist lengi, sennilega er vinnsluminnið í henni alveg að gefa sig, fáum reglulega bláan skjá og allt dettur út... frekar pirrandi og þar af leiðandi höfum við lítið kveikt á þessari tölvu síðan fyrir jól. Blogspot er hinsvegar svo fín síðan að hún vistar sjálfkrafa Draft af öllu sem ég geri þannig að ég ætla að reyna að blogga... sé til hvenær það kemst inn á síðuna hehehe

En allavegana, smá um jólin :o) Jólin eru alltaf æðislegur tími, það er bara svoleiðis... og það kemur að því eitthvert árið að við eigum eðlileg jól :þ þessi árin erum við að læra það að jólin koma alltaf sama á hverju gengur!!!
Þetta árið byrjaði ég að kvöldi 22. des... lasin :( svaf nánast ekkert alla nóttina, var bara á flakki úr rúminu á klósettið í rúmið á klósettið.... og endaði svo á að æla og æla um morguninn og fór svo í vinnuna!!! Það er eiginlega ekki hægt að redda öðrum í vinnuna klukkan 7 á sunnudagsmorgni, daginn fyrir jól!!! Ég bara vann og hljóp á klóið inn á milli, brjálað að gera því miður en þetta gekk. Aðalvaktin mín mætti kl 10 og ég var svo komin heim fyrir kl 12, upp í rúm og lá þar restina af deginum með beinverki, liðverki, hausverk, hita og almenna vanlíðan. Missti af skötunni hjá tengdapabba :( en Siggi fór með börnin, pabba, mömmu og Möllu í skötuveislu (börnin borðuðu bara saltfisk hehehe).
Svo á aðfangadag var ég nú aðeins hressari, mamma og pabbi komu (af því að Siggi þurfti að vinna) og mamma hjálpaði mér að taka aðeins til og hún bjó líka til tvær gerðir af ís til að hafa í eftirmat á jóladag. Svo kom Siggi heim upp úr kl 12 og var þá orðinn ansi slappur, lá inni í rúmi og leið illa, slapp reyndar við að æla.
Mamma fór í hádegismat til Þorgerðar og svo ákváðum við Siggi bara að taka því rólega þessi jólin... því betur var enginn væntanlegur í mat af því að jólasteikin var bara geymd, við Siggi borðuðum ristað brauð með graflaxi og sósu en börnin vildu ekki graflax og borðuðu bara ristað brauð með mysuosti :o) ekki spennandi jólasteik en það var ótrúlega jólalegt hjá okkur engu að síður.
Við skelltum okkur öll í spariföt, ætluðum fyrst bara að hafa börnin í sparifötum en svo bara drifum við okkur í bingógallana líka :þ Svo vorum við með dúk á borðinu og notuðum sparidiska, spariglös og sparihnifapör og höfðum svo kveikt á jólamessunni í útvarpinu. Yndisleg stund og ekkert stress. Svo bara höfðum við ekki orku í frágang, frestað fram á næsta dag hehe og fórum bara beint í að opna pakkana, fyrir kl 7!! og af því að við vorum svona snemma í þessu öllu þá voru börnin auðvitað stillt og prúð, allt gekk ljómandi vel fyrir sig og bara einn pakki opnaður í einu og ekkert grátið!!! Enda eru þau þriggjaoghálfs og alveg að verða fullorðin :o) Það var svo gaman að sjá þau opna pakkana að við gleymdum bara að barma okkur og vera lasin :þ fullkomlega frábær jól í rólegheitum.
TAKKTAKK fyrir alla pakkana og öll jólakortin (sem voru opnuð fyrir kvöldmat... til að hugsa um eitthvað annað en lasleikann hehehe).
Svo bara fóru börnin að sofa í náttfötunum frá Kertasníki og við Siggi vorum sofnuð fljótlega á eftir þeim :o)
Gleymdi einu... gerðum DAUÐALEIT að myndavélinni okkar á aðfangadag... leituðum út um allt m.a. í dótinu hjá börnunum og í óhreina tauinu og hún bara fannst ekki, en til að redda málunum þá lánaði elsku Hildur Valdís okkur myndavélina sína :D takk fyrir það elsku frænka.
Gleymdi líka að segja að í hádeginu á aðfangadag borðuðum við möndlugraut sem elskuleg systir mín hún Þorgerður bjó til kvöldinu áður :o) þar sem ég átti eftir að kaupa möndlugjöf þá höfðum við bara tvær möndlur og börnin fengu saman DVD disk með Doddaþáttum sem þau áttu að fá til að stytta sér stundir á aðfangadag.

Jæja... þá er komið að jóladag. Vorum aðeins brattari, fórum eftir hádegi með börnin út á sleða (já... við fengum LOKSINS hvít jól) og enduðum á að labba til Þorgerðar sem á afmæli á jóladag eins og Jesúbarnið og fengum þar kakó og kökur. Svo fórum við heim að elda... systur mínar, foreldrar mínir og börn komu í jóladags-hangikjöt til okkar að kvöldi jóladags. Ekki flókin eldamennska, við suðum kjöt og kartöflur, Malla flysjaði kartöflurnar og mamma gerði jafninginn. Svo var ísinn sem mamma gerði á aðfangadag étinn upp til agna. Mikill hávaði en yndisleg stund engu að síður :o) og góður matur... þó við hjónin höfum verið listarlaus ehehhehe

Á annan dag jóla voru bara rólegheit hjá okkur. Helstu tíðindin eru að við elduðum loksins jólasteikina, hreindýralund og flotta villibráðarsósu með, waldorfsalat og eitthvað fleira. Aftur var dreginn fram dúkur og sparistell og allt og var allt ljómandi fínt hjá okkur og gott hreindýrið :þ

Svo bara var vinnan aftur, fámennt á leikskólanum en þeim fannst æðislegt að fara þangað, voru báða dagana á elstu deildinni :þ rosa montin... og þar sem það voru fá börn þá var auðvitað dekrað við þau :o).
Fórum á jólaball Siglfirðingafélagsins eftir vinnu 27. des og hittum þar fullt af ættingjum, systur pabba og þeirra afkomendur (ekki allir en margir samt!!!). Rosa gaman og Þorlákur var hæstánægður með að hitta Hurðaskelli sem er "góður jólasveinn af því að hann gaf mér sjóræningjaskip" hheehehe

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur, Íris, Jónas og Anton Oddur kíktu við í vöfflukaffi í gær (þau gáfust upp á að finna bílastæði við Smáralind og komu bara til okkar í staðinn) og í gærkvöldi var jólamatur hjá tengdaforeldrum mínum, Berglind mætti með alla sína stórfjölskyldu og Ingunn og Gísli mættu með sín börn :o) frábær matur (matarlystin er alveg að koma aftur!!!) fengum tvær gerðir af lambalæri, graflax í forrétt og ís og frómas í eftirmat. Vorum ekki komin heim fyrr en um hálf ellefu og þar af leiðandi fengu allir að sofa lengi í morgun, börnin vöknuðu ekki fyrr en um hálf tíu

Svo bara erum við í rólegheitunum í dag... fór með smá pakka til litla frænda míns, Óðins Nikulásar. Erin frænka mín var ólétt af honum þegar við vorum í heimsókn hjá þeim í febrúar, á leiðinni heim frá Bahamas. Vonandi náum við að hitta þau aðeins áður en þau fara heim aftur til New York en ég vildi drífa mig með pakkann og jólakortin til þeirra, ætlaði að keyra það út á Þorláksmessu en það gekk ekki hehehe

Í kvöld ætlaði ég að hafa fisk í matinn, bara til smokkfiskur og saltfiskur í nettó hehehe þannig að það verður bara pylsuréttur. Svo fer ég að vinna á morgun, mætt kl 10 og er á bakvakt... vonandi slepp ég heim um kl 16-17... og ef allir verða stilltir þá ætti ég ekki að þurfa að vinna meira, verð samt á bakvakt til kl 8 á nýársdagsmorgun.
Á gamlárskvöld verðum við í mat hjá Möllu og Össa og þau koma svo til okkar á Nýársdagskvöld. Mamma og pabbi fóru norður að morgni 28. des og Þorgerður og fjölsk. keyrðu norður í gær.

Vona að þið hafið náð að lesa í gegnum allt og vona að almættið sé búið að átta sig á því að við vitum alveg að það koma alltaf jól sama hvernig ástandið er!!! Sjáum til hvernig næstu jól verða hehehe

Gleðileg jól allir sem lesa þetta og eigið yndislegt næsta ár
kv
Kristín E.

ps... fengum bréf frá Gunnari Birgissyni á aðfangadag... fengum lóð :þ Kollaþing 4. Þar ætlum við að reisa æðislegt hús :þ þar sem við komum öllu draslinu okkar fyrir hehehe. Stefnum á að eyða jólunum 2009 í nýja húsinu, fáum lóðina afhenta ca í desember 2008

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með þetta alltsaman - sjáumst á nýju ári!
Höldum áfram að vera í stöðugum matarboðum og höfum það gott á hótel mömmu og pabba í Steinahlíðinni...

Anonymous said...

Til lukku með lóðina!! Gott að þið náðuð að slappa af og vinna upp kraftana á nýjan leik :) Ég er enn að springa eftir matarboðið fína í kvöld, takk takk

Lady Green said...

Elsku Kristín og Siggi - Láki og Ingibjörg! Gleðileg jól og enn gleðilegra nýtt ár. Óskum ykkur alls hins besta og innilega til hamingju með lóðina. Við að sjálfsögðu þökkum allar góðu stundirnar á sl. ári og þá sérstaklega heimsóknina ykkar hingað og svo að sjálfsögðu brúðkaupið sem var ógleymanlegt.
Knús til ykkar allra og gott að heyra að þið séuð skriðin saman. Hér er allt á milljón - gestagangur - fluttningar - framkvæmdir og þar frameftir götunum. Þið þekkið þetta - aldrei lognmolla!
Grænmetisræktin gengur betur í þetta skiptið og mér telst til að einir 43 tómatar af ýmsum gerðum séu á leiðinni.
Getum ekki beðið eftir að hitta ykkur næst... krefst þess að fá GuitarHero einvígi aftur...
Knús,
Þóra, Völli, Reggie og Láki jr.

Anonymous said...

Gledilegt ar elsku Kristin og fjölskylda. Til hamingju med lodina!!! Verdur spennandi ad fylgjast med byggingunni. Er buid ad teikna? Og hvar aetli thetta se nu. Madur kemst ad thessu vid taekifaeri. Hafid thad sem best. Adda a meginlandinu.

Anonymous said...

Gleðilegt ár og til hamingju með tilvonandi nýja ST'O'O'ORAAAA húsið ykkar...
Sjáumst vonandi að 10 dögum liðnum hjá Fjólu

Kv Dagný

Anonymous said...

Til hamingju með lóðina (er að vísu búin að hitta ykkur og óska ykkur til hamingju en finnst það bara við hæfi) já og takk fyrir síðast, það var rosa gaman að hitta ykkur.
Vonandi verða næstu jól ,,hressilegri" hjá ykkur.
kv. Helga

Anonymous said...

Til hamingju með lóðina, þetta er alveg frábært:-)
Sjáumst hjá Fjólu:-)