Sunday, January 20, 2008

vúhú....

Það er komið að því.... ný tölva komin á heimilið :D keypt á góðu verði í Elkó (þó Gilli mágur sé hættur að vinna þar hehehe)
Nú fer ég alveg í það að setja inn myndir á barnanetssíðuna og fer að blogga meira.... Þorgerður systir sagði Sigga að kaupa bara ekkert nýja tölvu, ég er búin að vera svo dugleg að sauma eftir að tölvan bilaði hehehhehe Búin með bangsamynd fyrir Ingibjörgu og byrjuð á myndinni hans Þorláks... á reyndar eftir að sauma nafnið hennar Ingibjargar, dagsetningu, tíma, þyngd og lengd við fæðingu, ætla fyrst að klára Þorláks mynd og klára svo báðar í einu.

Erum farin að spá í útliti og stærð á húsinu okkar, förum í það á næstunni að finna okkur arkitekta, komin með ákveðnar hugmyndir af fjölda herbergja og stærð :o) Húsið okkar verður við Kollaþing 4, í nýju hverfi sem liggur frá Elliðavatni og yfir Vatnsendahæð.. í áttina að Guðmundarlundi sem er hluti af Heiðmörkinni... krílin munu ganga í gegnum Guðmundarlund á leiðinni í skólann. Þetta er auðvitað í Kópavoginum enda er svo gott að búa í Kópavogi :D
Lóðina fáum við afhenta í lok þessa árs og við stefnum á að halda jólin 2009 í nýja húsinu :o)

Jæja... ætla að krúsa um netið í nýju tölvunni :D
kv
Krizzza
ps... fórum út á sleða í gær og í dag... fullt af snjó í uppsveitum Kópavogs hehehe

7 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með tölvuna - Siggi hefði nú átt að tefja þetta lengur samt finnst mér, hehe...
Fórum líka út á sleða, mikið fjör með Brynjar og Dag á sleða, endaði reyndar á því að skella Degi greyinu aftur á bak á hnakkann :(
Bleble

Anonymous said...

Mikid er gaman ad lesa nyjar frettir af ykkur. Til hamingju med snjoinn islendingar! Loks er vedrid eins og thad a ad vera. Vorum ad skoda myndir fra Didda. Sma öfund, hi,hi. Hafid thad gott. Aslaug Arnar.

Anonymous said...

til lukku með nýju tölvuna !!!

Anonymous said...

Sendi EXTRA góða batastrauma til lasarusa á heimilinu ;)

Anonymous said...

Vona að vel gangi að reka streptococcana út af heimilinu, allt á réttri leið hér (amk. í bili...)

Anonymous said...

Hvaða hálfvitar eru það sem skrifa comment á blogg og hringja svo 5 mínútum síðar í hvora aðra eða eru nýbúnar að tala saman. Athygliskeppni við Geir Ólafs?

Anonymous said...

Smá djók hjá mér...