Sunday, November 11, 2007

Helgaruppgjör...

Helgin að verða búin.... góð helgi auðvitað :o)
Í gær var dans, svo bara heim og í rólegheit og svo stal ég pabba frá Möllu systur (hann var þar að passa en fór á flakk með mér á meðan Kristján Örn svaf... Ingibjörgu langaði ekki með og var heima :þ ). Hann langaði að kíkja á opnunarhátíð Hljóðfærahússins, ég vissi ekki einu sinni af því en skellti mér þangað með karlana þrjá.
Þetta er hrikalega flott búð, skoðuðum út um allt og það var mikið verið að prófa hljóðfæri og Einar Örn og Þorlákur voru alveg heillaðir... svo var ég aldeilis heppin, Bjarni töframaður steig upp á svið og fór að kynna fyrsta atriðið (vissi ekki að það væru skemmtiatriði!!!) og það var Mugison :o) ég var bara alveg í skýjunum með það hehehe og við hlustuðum á þá spila þrjú flott lög, laglega rokkuð heheh, vorum nálægt hátulurunum og pabbi greyið fékk bara illt í eyrun. Þorlákur var svo hræddur fyrst, sérstaklega þegar trommarinn var að testa trommurnar... svolítið mikill hávaði... og svo kom ljósmyndari og tók myndir af honum skíthræddum og spurði svo hvað hann héti, allir fylgjast með öllum blöðum næstu vikuna heheheh

Svo skilaði ég pabba og skellti mér heim með Þorlák, beint í pönnukökubakstur og Fjóla, Ingó, Esra og Róbert Elí komu í kaffi... búið að standa til síðan í ágúst :o) rosalega gaman að hitta þau og krakkarnir léku sér vel saman.
Um kvöldið var svo bara kakósúpa enda enginn svangur eftir pönnsurnar :þ

Í dag var svo sunnudagaskólinn í morgun en Siggi fór ekki með, var að hjálpa Svenna og Kristjönu að flytja í nýja húsið í Njarðvík (sem er til þess að IS og ÞS segjast búa í gömlu húsi hehehe).
Svo fór ég í bakarí og með það til Möllu þar sem mamma og pabbi voru. Svo fóru þau til Þorgerðar og komu svo til mín í kvöldmat... mamma kom frá Minneapolis í morgun og var orðin ansi þreytt.... enda búin að vaka nánast stöðugt í meira en sólarhring!!!

Tengdamamma á afmæli í dag, til lukku með daginn, og svo er stórafmælið hennar mömmu á þriðjudag, það verður aldeilis gaman....

Farin að horfa á Friends og svo kannski bara Guitar Hero í kvöld :þ
kv
Krizzza

2 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir okkur :D, æðislega gaman að kíkja á ykkur, mjög góðar veitingar :D

Kveðja
Fjóla og co.

Anonymous said...

oh hvað við voru svakalega heppin að fá ykkur í heimsókn, og ekki verra að þið komið með kruðerí með ykkur ;)Takk takk ;) Við sendum batakveðjur til IS, hristu þetta fljótt af þér stelpa !!