Saturday, November 3, 2007

Afmælisdagurinn

TakkTakk fyrir allar afmæliskveðjurnar, hringingar, SMS, kveðjur hér, mail og á Facebook :o)

Afmælisdagurinn byrjaði ekki sérlega vel... var svo mikið að drepast í bakinu að ég gat varla staðið upp úr rúminu :( Fékk fyrst kalt á bakið til að jafna mig aðeins og fór svo í sjóðandi heitt bað (og fékk mega svima hehehe) og þá var ég skárri. Fékk mér svo eina Voltaren Rapid og skellti mér með Sigga og börnunum í danstíma :o) sem gekk ljómandi vel. Fórum svo aðeins í Hagkaup til að kaupa límmiðabækur handa börnunum (þau fá límmiða í verðlaun í dansinum og líka heima ef þau standa sig vel í að borða!!!).
Svo bara heim og slappaði aðeins af. Keyrði svo mömmu og Stínu vinkonu hennar til Keflavíkur, þær eru farnar með fleiri starfsmönnum Giljaskóla til Minneapolis og verða þar fram á sunnudag.
Svo fór ég í Ný-ung sjoppuna í Keflavík og keypti NóaKropp fyrir krílin svo þau svæfu ekki á heimleiðinni líka hehehe
Svo bara í bakaríið til Ássýar frænku og svo heim að gera pönnukökur... og fékk líka bananaköku úr bakaríinu, restin af fjölskyldunni söng fyrir mig og ég blés á kerti og allt hehehe
Svo fór ég inn í rúm að hvíla mig og horfði á einn þátt af Grey´s :o)
Svo verðum við fjölsyldan saman í kvöld, lærið komið í ofninn, bara eftir að gera sósu og kartöflur og meðlæti... ákváðum að bjóða bara engum í mat þar sem heilsan er ekki upp á marga fiska
Stefni á vinnuna á mánudag
kv
Krizzza gamlari
11x eldri en börnin mín hehehe

3 comments:

Anonymous said...

Nú er Prison brake aðalmálið hér, ég er búin að horfa "aðeins" í dag, tihi. Vona að lærið verði æði, hér verða skíthopparalæri :)

Anonymous said...

Elsku Kristín mín, til hamingju með afmælið. Ég var svo upptekin af hugleiðingum um jólatré að ekkert annað komst að :/ Vonandi fer heilsan nú að koma til.

Guðrún.

Kristín E. said...

Takk fyrir kveðjurnar :þ