Thursday, April 17, 2008

Uppfærðar gubbupestarfréttir....

ó já... hér er enn gubbupest í gangi... Þorlákur byrjaði í gærmorgun, reyndar lítið í gubbinu en meira með í maganum og matarlystin minnkaði en ekki svo mikið. Aumingja Ingibjörg er enn hundlasin, var hrikalega slöpp í gær þannig að Siggi fór með hana á heilsugæsluna í tékk og hún er orðin þurr og ef hún fer ekki að ná að drekka og pissa meira þá gæti hún þurft að fara á sjúkrahús og fá vökva í æð!!! Hún er búin að léttast um rúmt kíló og ekki mátti hún við því greyið litla... vigtuðum hana fyrir rúmri viku til að sjá hvort við mættum breyta bílstólnum hennar eins og Þorláks (hann kominn yfir 18 kg og má því ekki lengur vera í 5 punkta beltinu) og hún var þá 14,5 kg og því í lagi að breyta stólnum... í gær var hún 13,4 kg!!!
Við reyndum að taka á þessu í gær.. hún er komin með algjört ógeð á íþróttadrykkjum (powerade og gatorade) þannig að Siggi keypti eplatrópí og við dældum því í hana í gær... full hratt þannig að ekki löngu síðar fékk ég gusuna yfir mig :S
En í dag er hún aðeins hressari, búin að týna upp í sig smá Cheerios, borða smá snakk og drekka vatn og smá Gatorade.
Þorlákur sofnaði í gær eins og ekkert væri en gubbaði klukkutíma síðar greyið.... og ég lyfti honum upp og fékk aftur allt yfir mig... algjör snilli :þ en annars er hann nokkuð hress.
Þau sváfu um miðjan daginn í gær í ca 3 tíma... bara eins og í gamladaga þegar þau voru eins árs :o)

Nú liggja þau á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, með Gatorade í glasi, Cheerios í skál og snakk í Tupperware dalli :þ og horfa á Lazytown... Sky gervihnattasjónvarpið er alveg að redda þessari veikindatörn :) margar margar barnasjónvarpsstöðvar sem redda málunum hjá veikum gormum.

Ég er bara hress, hélt að ég væri að fá ælupest í gær en var sennilega bara með ógleði út af lyktinni á heimilinu!!!
Nú bara bíðum við spennt eftir að þessu lynni... eigum að fara í 6 ára afmæli á sunnudag hjá Esra syni Ingó og Fjólu og það er sko veisla sem ekki má sleppa!!! Sjáum til

Takk fyrir allar kveðjurnar og allir veri duglegir að blogga og senda mér comment á Facebook svo ég hafi eitthvað að gera (annað en að bíða eftir að Guiding Light byrji!!! gormarnir búnir að stela sjónvarpinu af mér hehehe)
kv
Kristín í Gubbulind :þ

10 comments:

Anonymous said...

Vonandi að þetta gangi yfir alveg á næstunni og að þið Siggi sleppið nú og að litla skottan þurfi nú ekki á spítala. Magakveisa gengur ansi hratt á forðann og ég vona að þau nái sér fljótt.

Bestu kveðjur frá hóstandi fólkinu hér hinum megin í Kópavoginum!

Svanhildur

Anonymous said...

Æji vona að þau nái sér fljótt..
En afmælið er á sunnudaginn, skrifaði ég laug. í póstinn????

Kv
Fjóla

Kristín E. said...

Búin að breyta færslunni Fjóla... þú skrifaðir að afmælið væri á sunnudag í póstinn :þ ég bara með rugluna hehehe
Vona að hóstinn sé á undanhaldi Svanhildur... allavegana er vorveður úti og þá hljóta pestir að fara að ganga yfir!!!

Anonymous said...

Grei pestalingar! Vonandi gengur þetta fljótt yfir. Hvaða dans ertu að tala um??? Eruð þið Siggi að taka létta suðræna sveiflu saman? og hvaða nýja húsnæði er verið að vinna í???? Sniff sniff, eg missi af öllu hér á Akureyrinni, mæður okkar greinilega ekki að standa sig í upplýsingamiðluninni.
Kv affí

Anonymous said...

Vorkenni ykkur öllum. Gubbupest er hræðilegt fyrirbæri. Hér er talið að mesti orkudrykkurinn sé eplasafi og ölkelduvatn. (Sprudel, eða sem sé vatn með kolsýru)Kannski það vikri á þín. Og svo dökkt súkkulaði til að stoppa! Vona að þið Siggi sleppið. Baráttukveðjur þín Ádda.

Kristín E. said...

Takk fyrir ráðið um dökka súkkulaðið Ádda... set Sigga í svoleiðis tilraunir á morgun :þ þegar ég fer loksins að vinna!!!
Affí... við hjónin erum að fara að byggja okkur lítið sætt hús (eða stórt :þ kemur í ljós) við Elliðavatnið, í næsta nágrenni við Heiðmörkina.... ef Guð og Gunnar leyfa hehehe... og við hjónin kunnum ekki að dansa og erum því að fá utanaðkomandi aðstoð í að kenna börnunum að dansa :þ Danssýning á sumardaginn fyrsta ef þig langar að sjá ofurkrílin dansa sömbu :)

Anonymous said...

Affí er örugglega að meina nýja húsnæðið sem Siggi er að vinna í - útskýrðu það nú í leiðinni!
Dagur sóttur heim af leikskólanum í dag með verki í maganum, virtist sprækur eftir heimkomuna svo við krossum bara fingur og tær...

Kristín E. said...

ok ok ok.... Fyrirtækið hans Sigga (hann byrjaði í feb hjá fyrirtæki sem hann og 3 aðrir félagar hans stofnuðu fyrir 1 árum síðan) er að flytja í stærra húsnæði, í Brautarholt, og síðasta helgi og 1 kvöld í þessari viku fóru í að mála það litla sem þurfti að mála og nú er hann í flutningum :o)

btw... Ingibjörg búin að fara 2x á bráðamóttöku barna og er loksins aðeins að hressast!!!

Anonymous said...

Æði! Nýtt hús fyrir ykkur, nýtt húsnæði fyrir Sigga, það er aldeilis gaman framundan, til lukku.Knús og kossar til pestalinga, gott að allir eru að hressast. kv affí

Anonymous said...

Hello

Thank's for this site, very interesting informations.

--
[url=http://belgiarunninfirs.blogspot.com]belgian running first[/url] , [url=http://appllamba.blogspot.com]apple lamp bar[/url] , [url=http://grasmakitche.blogspot.com]grass mask kitchen[/url] , [url=http://lacosttimegillett.blogspot.com]lacoste timer gillette[/url] , [url=http://pregnanc-tripo-camer.blogspot.com]pregnancy tripod camera[/url]