Monday, April 21, 2008

Ný vika :þ

Já... ný vika, reyndar stutt vinnuvika fyrir mig :þ en ég er í vinnunni jeijei!!! Ingibjörg var orðin hress í gær, fékk að fara í nýja húsnæði Gogogic með pabba sínum og "hjálpa" honum og Jónasi að raða skrifborðum og koma öllu fyrir, svo heppilega vildi til að Anton Oddur kom líka með pabba sínum sem vakti auðvitað mikla lukku hjá prinsessunni. Þorlákur greyið var enn hálfslappur og fékk bara að vera heima hjá mömmu... var frekar fúll til að byrja með en fékk auðvitað að horfa nonstop á sjónvarpið, gat horft á Power Rangers, Turtles, Transformers og fleira skemmtilegt sem ekki er hægt að horfa á meðan Ingibjörg er heima, hún er alltaf svo hrædd við vondu kallana hehehe (en fer bara stundum og horfir á eitthvað fallegt á flakkaranum inni í herbergi meðan Þorlákur horfir á vonda kalla í stofunni :þ ).
Svo fóru Siggi og Ingibjörg í 6 ára afmæli Esra... vont að missa af svona fínni veislu en svona er þetta bara stundum.
Í dag fór Ingibjörg í leikskólann, smá feimin en voða glöð að hitta alla aftur... Þorlákur var heima og amma Ingibjörg var svo elskuleg að koma og vera hjá honum, takk æðislega fyrir það tengdamamma :o) Hann var rosalega spenntur í gær þegar við sögðum honum að amma ætlaði að passa hann, ætlaði sko að gera alls konar skemmtilegt með ömmu :). Á morgun á hann að fá að fara í leikskólann aftur, þau ná einum degi áður en leikskólinn lokar vegna 2 starfsdaga og svo kemur sumardagurinn fyrsti til að gleðja okkur öll :). Ég verð heima með þau á miðvikudag og Siggi tekur að sér föstudaginn, þangað til Malla systir fær þau í pössun þar sem ég er á sólarhringsvakt á föstudag og aðalfundur Gogogic er líka á föstudag :S svona er þetta stundum og þá er gott að eiga góða að!!!
Siggi er reyndar hundslappur heima núna, með hausverk, beinverki, hósta og hita... og svo er aumingja Dagur Elís lasinn líka.... en nú er pottþétt komið vor og þá hljóta þessar fj... pestir að fara að hætta.

Jæja... þarf að halda áfram að vinna :þ er að stelast hehehe er að vinna 9-9 í dag (12 tímar)... um að gera að vinna nóg af yfirvinnu fyrst við erum að fara að byggja, ekki veitir af að safna smá péning :þ

Takk fyrir öll kommentin meðan ég var með lasarusana heima, þið eruð yndi.
kv
Kristín

4 comments:

Anonymous said...

Gott að Malla gat bjargað föstudeginum, Maja er að koma í bæinn og við Sigga Rúna ætlum að gera e-ð með henni. Svo er brúðkaupsveislan á laugardaginn. Siggi og Dagur sennilega með sömu pestina...

Anonymous said...

Jebb jebb, passa passa ;) Ég hlýt að vera flink í þessu, vinn við þetta, passa HF og BK á morgun eftir vinnu, gista og allt, svo sætu tvíburana eftir vinnu á fö + passa GG og AD alla helgina eftir viku :) Mikið hlýt ég að vera flink að passa :) Kv. Malla ofurpassari

Anonymous said...

Það er sko ekki amalegt að hafa svona ofurpassara í fjölskyldunni! Vona að Siggi verði ekki mikið lasinn. Bestu kveðjur Ádda frænka.

Anonymous said...

Já spurning hvað ofurpassarinn tekur á tímann, ég ætti kanski að fara nota þessa fínu þjónustu, er matur innifalinn??? ha ha ha
Sjáumst í saumó á þriðjudaginn (hvar átti hann aftur að vera?? ha ha búin að gleyma)