Saturday, April 26, 2008

Dagbókarfærsla.... lofa ekki skemmtanagildi.... er þreytt :þ

HæHæ...
smá update... áður en ég sofna :þ brjálað að gera í vinnunni í gær, kreisí að gera frá 10-22, náði ekki að pissa og endaði á að borða nestið mitt kl 14:30 niðri á rannsókn... náði svo að sofna um kl 2-6 og fór svo heim kl rúmlega 8 og svaf frá 9-12.... sem sagt 22 tíma vinnutörn og stopulur svefn sem fer mér frekar illa :þ
En allavegana.. Ingibjörg fór í leikskólann á mánudag og allt gekk vel og svo fékk Þorlákur að fara á þriðjudag... hún fékk sem sagt 7 daga pest en hann 6 daga pest, greyin... eru að ná fyrri þyngd :D
Á miðvikudag var svo starfsdagur á Dal... gat auðvitað ekki lent á veikindadagana :þ en það var svo sem kærkomið að fá frídag :þ Ég var heima með gormana og við fórum bara tímanlega á fætur, drifum okkur út rétt fyrir kl 10, ég stökk inn í bakarí og keypti snúða og kókómjólk í nesti og fórum svo í Húsdýragarðinn :o). Gleymdi reyndar boðsmiðunum sem ég vann á happdrætti á Sólrisuhátíðinni í vinnunni en ég nota það bara síðar :þ. Fórum að skoða hreindýr (sem fengu reyndar ekkert að borða þegar þau áttu að fá að borða) og sáum þegar selirnir fengu að borða, sáum litla kiðlinga, kálfa, hænu sem hafði stokkið yfir girðinguna og komst ekki til baka og fleira skemmtilegt :D alltaf gaman í Húsdýragarðinum. Krílin ætluðu í lestina og hringekjuna en okkur sýndist það vera lokað þannig að við bara slepptum því. Svo var Ingibjörg þvílíkt huguð að gefa hestunum (varð hugsað til Affíar frænku minnar) og ég týndi og týndi nokkur grasstrá sem hún gaf hestunum... Þorlákur fór bara 2 ferðir og nennti ekki meir :þ. Svo fórum við í Gogogic (vinnuna hans Sigga) og borðuðum nestið þar... það var frekar kalt í Húsdýragarðinum.
Svo áttum við bara huggulegan dag áfram, fórum í Bónus, tókum til og elduðum. Æðislegt að fá frídag til að snúllast með gormunum.

Á fimmtudag var svo sumardagurinn fyrsti, eðalfínn dagur auðvitað... Gleðilegt sumar... Lóurnar komnar í Lindarhverfið :o). Byrjuðum á því að fara á Vorsýningu hjá Dansfélaginu þeirra, haldið í Glersalnum hér í hverfinu. Þau voru í fyrsta atriðinu, sýndu 3 dansa og fengu svo verðlaunapening í viðurkenningu fyrir að standa sig vel í vetur. Svo fengu þau safa og köku og kleinur (var búin að múta Þorláki, hann vildi sko ekki dansa fyrir allt þetta fólk en ég lofaði að hann fengi köku eftir dansinn og það virkaði!!!). Svo sýndu aðrir hópar dans, meðal annars uppáhöldin þeirra þau Elísabet og Jónsi sem dansa saman í flokki 14-19 ára, þau eru aðstoðarkennarar í tímanum þeirra á laugardögum :o). Þorlákur og Ingibjörg voru alveg heilluð að horfa á þau dansa, náðum nokkrum myndum og auðvitað myndböndum af þessu öllu.

Ingibjörg og Elísabet, Jónsi og Þorlákur


Svo fór Sigginn aðeins í vinnuna (urrrrrr) að undirbúa aðalfund og ég fór í að taka til, Pési hringdi og bauð sér í mat og nokkrum vinum með :o) Siggi kom svo heim og fór með Pésa í Bónus, vorum með pizzuveislu. Malla og Össi komu með 2 pizzaofna, Hemmi og Edda komu með sínar dætur og svo komu Völli og Þóra líka... sem sagt 10 fullorðnir og 8 börn í risa íbúðinni okkar :þ fínt að hafa pizzu því að þá er hvort eð er ekki til matur fyrir alla í einu, borðað í hollum :D börnin byrjuðu og voru svo fljótlega komin út á pall að leika sér. Lovely fínt að hitta allt þetta fólk... og gott að það var aftur starfsdagur í gær þannig að gormarnir fóru bara seint að sofa og sváfu lengi :o).
Ég fór svo í vinnuna í gær, vann í 22 tíma og á meðan snúlluðust krílin heima með pabba sínum, fóru í klippingu til Sollu (svona smá fínerí fyrir afmælið sitt) og svo í heimsókn á Kvistaborg til Möllu og í pössun til hennar í framhaldinu meðan pabbinn fór og hélt aðalfund (takk Malla :D ).
Í dag svaf ég fram að hádegi eftir næturvinnuna og svo fór Siggi að hjálpa Jónasi að flytja nær okkur :þ í Tröllakór.... sem verður enn nær okkur þegar við flytjum í Kollaþing :D. Ég fór bara í Smáralind á þvæling með krílin, ætlaði að kaupa föt fyrir afmælið... endaði á að kaupa bara bland í poka fyrir okkur öll og tannkrem í Hagkaup... og fór svo í Toys´r´us þar sem börnin voru svo þæg.. fínt að drepa tímann í risa dótabúð.
Svo hélt dekrið áfram, fór á McDonald´s í kvöldmat hehehe Ingibjörg borðaði heilan ostborgara (borðaði 1/4 þegar hún var að hressast af pestinni) og 1 af nöggunum 6 sem Þorlákur fékk... Þorlákur enn saddur eftir rúllutertuna sem við fengum okkur um kl 5 :þ algjör sælkeri. Svo var Siggi að koma heim fyrir stuttu og heldur áfram að flytja Jónas á morgun.

Þá er ég að spá í að fara að sofa... styttist í að ég þurfi að vakna, aldrei að vita nema við förum bara aftur í Húsdýragarðinn á morgun, kemur í ljós...

kv
Krizzza

ps... gleymdi að skrifa eitt um daginn... elsku besta Hildur Valdís kom og passaði fyrir okkur á fimmtudag í veikindavikunni miklu, átti að hringja strax ef annar gormurinn myndi vakna svo hún myndi nú ekki smitast (ég var í Mánalind og Siggi í Sporthúsinu)... Hildur hringdi í mig þegar Þorlákur var búinn að gera nr.2 í svefni... búin að koma honum á klóið, skella honum í sturtuna, í ný náttföt og upp í rúm aftur... rosalega dugleg og ábyrg barnapía sem fær extra vel borgað fyrir þetta kvöld... og notaði fullt fullt af handspritti á eftir... takk elsku Hildur okkar fyrir að hleypa okkur út úr húsi :D.... og hún veiktist ekki!!!

7 comments:

Anonymous said...

Nóg að gera, greinilega ;) Það var voða gaman að fá að hafa gormana í vinnunni í ca 2 tíma, þau hlógu allan kaffitímann!!! Voru svo úti í tvo tíma, frænda fannst þetta vera orðið nóg af útiveru um tíma, en frænka sagði að það væri ekkert annað í boði (alltaf sama frekjan hehe). Kv. Malla

Anonymous said...

já það er gott að eiga eins og eina Möllu! Alltaf mikið um að vera og fjör í tilverunni hjá ykkur. Ekki var ég hissa að heyra um dugnað Hildar Valdísar. Enda stúlkan komin út af besta fólki! Ég er voða stolt af ykkur öllum!!!
Hafið það gott. Ádda frænka.

Anonymous said...

Flott eru þau með dansparinu. Já hún Hildur var ekkert að hangsa við þetta, mamman skelkaðri og skíthrædd um að fá skítapestina inn á sitt heimili. Nóg fyrir Dag að fá flensu, lungnabólgu, eyrnabólgu, aðra flensu og streptococca frá áramótum. Held að enginn toppi þetta, nema kannski Ástþór Örn og co.
Bjóðum sumarið velkomið :)

Anonymous said...

Takk kærlega fyrir okkur.....þið eruð svo velkomin til okkar hvenær sem er með alla ykkar vini:)
kv. Helga og ferðalangarnir

Thordisa said...

Hlakka til að sjá þig í kvöld

Anonymous said...

Ég var nú bara mest hrædd um að þú hefðir pissað á þig í vinnunni í öllum hamaganginum.... ha ha ha Nóg að gera á stóru heimili greinilega. Gaman að hittast í gærkvöldi hjá Dísu skvísu.... Hlakka strax til næsta saumó, alltaf jafn gaman:-)

Anonymous said...

Your blog keeps getting better and better! Your older articles are not as good as newer ones you have a lot more creativity and originality now keep it up!