Saturday, April 12, 2008

Ja men det er jo lördag....

HæHæ....
Búin í danstíma í dag, Siggi búinn að mála aðeins meira í nýja Gogogic húsnæðinu og svo skelltum við okkur á Selfoss í 2 ára afmæli Jóhönnu Sigríðar :o) auðvitað rosalega gaman... bleik kaka (sem vakti mikla lukku hjá Ingibjörgu) og auðvitað smartís á kökunni og rosalega gaman. Þau voru voða glöð að komast í að leika við Hallgrím stóra frænda sinn, þau eru frekar hrædd við litlubörn hehehe aðeins að venjast Kristjáni Erni en kunna ekkert á Jóhönnu :þ, það kemur síðar enda bara 2 ár á milli þeirra... mikill aldursmunur ennþá en ekki eftir nokkur ár :D.
Ætluðum svo að kíkja í heimsókn í bústað Didda og Sigynar við Álftavatn en þá voru þau hjónin bara heima í Vesturbænum... Eiríkur Hákon lasinn þannig að við reynum bara síðar.

Hér koma 2 myndir af sætu strákunum hennar Steinu vinkonu á Egilsstöðum, þetta eru Steinþór Hrímnir (3 ára síðan í nóvember), Eysteinn Ás (sem verður 2 ára í apríl) og svo nýjasti gormurinn hann Þórhallur Ási sem fæddist í febrúar :o) yndislegir strákar og við vonumst til að ná að kíkja í heimsókn til þeirra í sumar... fórum fyrir 2 árum en nú eru þau búin að eignast þriðja gorminn... nóg að gera á þessu heimili :D
Efri myndin er tekin í febrúar en sú neðri í mars... til lukku aftur Steina með gullmolana þína þrjá :)



Farin inn í imbann... V for Vendetta á Sky2
kv
Krizzza

No comments: