Sunday, April 13, 2008

Ælupest.......

ó já... hér geisar ælupest. Elsku litla sæta Ingibjörgin okkar er með ælupest :( Hún byrjaði í gærkvöldi, Siggi var sofnaður en ekki ég og ég heyrði hana skæla og svo kom bara gusan yfir hana... við þurftum að skella henni í sturtu af því að það fór allt í hárið á henni. Svo settum við hana aftur í sitt rúm og vorum alveg að sofna þegar næsta gusa kom :S... þá fékk hún að koma til okkar og um kl 2 fór ég fram í stofu til að verða 6 þegar ég skipti við Sigga... sem var nánast ekkert farinn að sofa. Þegar mín vakt byrjaði þá var skvísan byrjuð með "gullfoss" líka þannig að ég hljóp með hana á klóið nokkrum sinnum, svo inn að sækja balann og vatnið, skila henni inn, skola dallinn, leggjast niður... næstum sofnuð og svo byrjaði þetta allt aftur.
Nú er þvottavél nr. 2 í gangi, sængin hans Sigga næst og litla daman sefur inni í rúmi... með vatn og powerade við rúmið :S
Þorlákur vaknaði auðvitað kl 6 og gekk illa að sofna aftur en var svo stilltur... Siggi gaf honum að borða um kl 9:30... ekkert farinn að kvarta og horfði svo á Svamp Sveinsson (sennilega Svamps Sveinssonar maraþon á NickToons) og það heyrðist ekki í honum... svo duglegur enda fékk hann snakk í skál og líka nýjan StarWars kall áðan fyrir dugnaðinn :o) Ingibjörg fékk Littlest Pet Shop dýr en vill ekki opna það strax... svo lítil er orkan :S
Vonum að þetta gangi yfir sem allra allra fyrst.... og að Þorlákur sleppi... krossafingur
kv
Kristín í gubbulind

5 comments:

Anonymous said...

Æ þetta var nú meira. Vona bara að þið hin sleppið við þetta. Veit ekkert verra en gubbupest.Knúsaðu krúsina frá mér, Ádda frænka.

Kristín E. said...

Takk fyrir það Ádda... daman er að hressast, gubbaði í sólarhring en nú er hún ekkert búin að gubba síðan í gærkvöldi... en "gullfoss" heldur áfram.
Hún er búin að borða nokkra cheerioshringi í morgun og horfði á LazyTown og Diego þætti áðan... 1 sem sagt vakandi í rúman klukkutíma!!!
Nú sefur hún :)

Anonymous said...

Hæ hæ. Vona að Ingibjörg nái sér fljótt og vel...og að Þorlákur sleppi alveg við þessi óskemmtilegheit. Nú viljum við bara vorið inn og veikindin út!

Bestu kveðjur,

Svanhildur

Anonymous said...

Haltu áfram að sturta í hana vökva, hitt kemur seinna.
Batakveðjur í gubbulind!
Tek undir með Svanhildi - vorið inn og veikindin út!!!

Anonymous said...

Batakveðjur úr Rvík, vonast til að sjá þig á morgun sæta syssss, Gullfoss og Geysislausa!!!! Kv. Malla