Monday, September 17, 2007

Frí í dag :o)

.... af því að ég var að vinna í gær og í nótt.... mætti reyndar kl 12 á hádegi, vann alveg slatta til kl 18 og svo bara gerðist ekkert fyrr en um kl 7:40 næsta morgun :o) ljómandi.
Þannig að ég gat sofið í friði (sofnaði um kl 1 og rumskaði 1x af því að mér fannst einhver vera að banka á gluggann... en steinsofnaði aftur þegar ég ákvað að mig hafi verið að dreyma hehe) og gat því notað daginn í dag í eitthvað annað en að sofa :o)

Í morgun voru fyrst rólegheit, smá þvottur og tiltekt og svo afslöppun fyrir framan imbann.
Svo hitti ég Möllu systur á American Style í hádeginu ;o) hún var í Hlöðunni að læra... dugleg :o) og svo fór ég í Kringluna og notaði rúmlega helminginn af gjafabréfunum sem við fengum í brúðkaupsgjöf í Duka :o) bara gaman að því.
Svo keypti ég efni í ostakörfu til að gefa konunum á bláu lind á Dal í kveðjugjöf frá Þorláki og Ingibjörgu... þau fluttu yfir á gulu í morgun (og við Siggi vorum auðvitað bæði á staðnum... fengu fylgd frá leikskólastjóranum á milli og líka frá Elsu af bláu yfir á gulu... svo frábær leikskóli).
Svo setti ég rúmlega 200 myndir inn á heimasíðu krílanna og sótti þau svo og fór til Þorgerðar.... Dagur Elís bauð mér í heimsókn "með börnin mín" hehehe honum finnst þau svo mikil smábörn, enda heilum 7 mánuðum yngri en hann hehehe

Svo bara kvöldmatur með þreyttu krílin sem sofnuðu frekar fljótt og meiri þvottur og meira sjónvarp og auðvitað smá krús á netinu :þ

Er að horfa á CSI:NY og svo nýjan þátt á RÚV á eftir... trúnaðarmannanámskeið í fyrramálið og svo bara vinna og heim og..... life goes on :þ

Takk fyrir öll commentin
kv
Kristín

5 comments:

Anonymous said...

Hæ hæm, vissi ekki að þú værir með blogg, mun kíkja hér inn daglega :D

Kveðja
Fjóla

Anonymous said...

Átti að vera hæ hæ hehehehehe

Anonymous said...

Jiiii hvað þú ert dugleg að blogga - ég er alltaf á leiðinni að setja þó það væri ekki nema myndir á síðuna hjá Antoni - *hóst* - kominn tími til.

Anonymous said...

Já nú er "hlaðan" aðal málið hjá mér :) Líður að vísu eins og síðasta Geirfuglinum, finnst allir svo unglegir og sætir, ég er að vísu þrusu sæt!!!!!!!! ekki vafi, en hrukkurnar segja sína sögu + gráu hárin.... Isss ég er reynslubolti fyrir vikið,ekki satt??

Kristín E. said...

issss þú ert bara með broshrukkur sem þýða bara að þú átt hrikalega skemmtilega ættingja hehehe
kv
kr.e.