Sunday, September 9, 2007

Flutt....

Alveg að fara að flytja hingað, á eftir að kópera færslurnar af gamla blogginu og skella hér inn.

Þreytt þreytt... en fékk að sofa í morgun af því að ég er svo vel gift :þ
Húsdýragarðurinn í gærmorgun, svo Dýraríkið (fleiri fiskar í búrið sem við keyptum fyrir viku, komin í 13 stk) og svo heim í smá rólegheit. Svo bauð Agga mér á kaffihús í Smáralindinni og það var alveg ljómandi gaman að komast í smá blaður, kakó og eplaköku :o) Takk fyrir það Agga. Svo dró ég hana í Söstrene Grenes þar sem við versluðum smá heheh ég keypti t.d. vatnskönnu sem ég ætla að nota í að skipta um vatn í fiskabúrinu... finnst svo ógeðslegt að nota okkur vatnskönnur í það heheh pjattrófa.
Svo fórum við fjölskyldan saman í Nettó og svo hnoðaði ég pizzabotn í nýju hrærivélinni (algjör snilld) og svo fengu Þorlákur og Ingibjörg að búa til sínar eigin pizzur sem við skelltum í ofninn og svo fengu þau að hjálpa okkur að setja á tvær pizzur til viðbótar :o) rosa fjör og þeim fannst þetta ekkert smá spennandi.

Svo voru bara rólegheit í gærkvöldi, hringdi í múttu í tæpan klukkutíma, hef ekki heyrt í henni síðan í afmæli Láka frænda í ágúst. Þau eru væntanleg næstu helgi, eru að fara í brúðkaup Helgu Fjólu frænku minnar og Egils. Spennandi :o)

Ætla að myndast við að baka eitthvað til að hafa með kaffinu í dag :o) hrærivélin komin með sinn stað uppi á eldhúsbekk og á að vera notuð reglulega hehehe
Siggi vann sér inn að fá að horfa á Formúluna alveg í friði heheheh og svo á að gera eitthvað skemmtilegt á eftir.... etv að kaupa afmælisgjöf handa Antoni Oddi vini okkar sem á afmæli á morgun :o)

kveð í bili
Krizzza bullukolla

1 comment:

Anonymous said...

Hei ég er búin að finna þig.....þú losnar ekki við mig ;)