Thursday, May 1, 2008

Nokkrar myndir úr fyrsta í afmæli :o)

Halló Halló..... fyrsta afmælisveisla barnanna í ár er afstaðin, reyndar ekki fyrsta heldur fyrri veislan :þ. Í dag buðu þau vinum sínum úr leikskólanum í afmæli, 3 stelpur og 3 strákar (reyndar ein stelpa af efri hæðinni hjá okkur og einn sonur vina okkar sem er jafnaldri). Svo komst reyndar stelpan á efri hæðinni ekki en Helga Margrét ætlaði hvort eð er að koma til að hjálpa okkur við herlegheitin þannig að það var 3-3 í kynjahlutfallinu :)

Seinna afmælið verður á laugardag... búin að hringja í alla gestina og þeir sem koma ekki verða bara að muna að þegar við flytjum í fína húsið okkar sem við ætlum að byggja þá getum við boðið mun fleirum í afmælisveislur, íbúðin okkar rúmar því miður ekki alla sem við myndum vilja bjóða í veislu :S Sorry... vona að enginn verði sár...

Ég set fleiri myndir inn síðar á barnanetssíðuna.. á reyndar eftir að setja inn jólamyndir og myndir frá þeim tíma inn á barnanetið, skelli mér í þetta einn daginn fyrir jólin :þ En hér koma myndir frá deginum í dag... njótið vel...


Kakan hennar Ingibjargar, bleikt trampólín með grænu grasi í kring...
Playmo-prinsessan er að trampa á trampólíninu (það sagði Ingibjörg)



Bláa köngulóarkakan hans Þorláks, líka með grænu grasi í kringum.
Köngulærnar vöktu mikla lukku og streymdu út :o)



Annað sjónarhorn til að sjá frábæru köngulærnar

Strákarnir í veislunni, Jói, Anton Oddur, Þorlákur og Dagur Elís
Þorlákur vildi auðvitað fara í jólafötin sín fyrst Ingibjörg fór í jólakjólinn :o)

Stelpurnar í veislunni, Helga Margrét, Ingibjörg, Malen Ósk og Lena Mizt

Eitt smá skondið úr veislunni... við höfum aldrei hitt foreldra Lenu áður og þegar pabbi hennar kom með hana sagði hann okkur frekar skondna sögu. Þau voru að reyna að veiða upp úr Lenu hvort Þorlákur og Ingibjörg væru tvíburar og Lena sagði: Þorlákur er tvíburi en Ingibjörg er prinsessa heheheh alveg rétt hjá henni :þ
Vona að veislan á laugardag gangi eins vel, þessi var svo róleg að eftir kaffið gat ég haldið áfram að hringja í gesti í næstu veislu :þ stillt 4 ára börn :o)

Heyrumst...
kv
Krizzza... sem á tvö 4 ára börn... á mánudag :þ

6 comments:

Anonymous said...

Ofsa flottar afmæliskökur og svakalega falleg afmælisbörn!!!

Anonymous said...

Voðalega eru þetta flottar kökur hjá þér !!! Þú ert algjör snilli ;) Kv. Malla syssss

Anonymous said...

Flottar kökur! Vildi vera að koma í næstu veislu, en ég kem bara í 10 ára afmælið í staðinn. Hlýt að vera flutt heim þá, hí,hí. Góða helgi, og ótal kossar til bæði mömmunnar og barnanna. Já, og einn til Sigga líka. Saknaðarkveðjur Ádda.

Anonymous said...

Flottar kökur! Ég fékk nú bara netta gæshúð yfir pöddunum þær voru svo hrikalegar :/ Kv, Guðrún.

Anonymous said...

Rosa flottar kökur og kóngulærnar smökkuðust sérstaklega vel! Höldum áfram að borða kökur hjá þér á morgun - sjáumst!

Thordisa said...

Til lukku með börnin rosa flottar kökur hjá þér.