Thursday, May 22, 2008

:D:D:D:D:D:D:D:D

:D:D:D:D:D já já fullt fullt af brosköllum.... við komumst áfram í Eurovision!!!!! Það kom að því loksins :D
Spennan var gífurleg, lögin í kvöld miklu miklu betri en lögin í fyrri undanriðlinum... ekkert smá stressandi.
Við ætluðum að vera hér heima og grilla en svo er Láki frændi hjá Þorgerði og við vorum að spá í hvar hann myndi vera í kvöldmat og ákváðum svo bara að vera öll hjá Þorgerði og Ássý kom líka, grilluðum ýsu, pylsur, grísasneiðar og bbq-rif :o) bara fjölréttað hehehe.
Góður matur, góð lög, spennandi keppni og nú er ég komin heim, krílin að sofna og Ísland í úrslitakeppnina... eins og öll hin Norðurlöndin :þ

Jæja... þarf að drattast í að pakka niður, var bara á þvælingi í dag þrátt fyrir að ég væri í fríi, ætlaði að pakka en fór fyrst með Láka frænda til augnlæknis og í Bónus á meðan ég beið, svo í hádegismat með Láka í IKEA, svo sýndi ég honum hæðina þar sem húsið okkar mun rísa, skilaði honum svo í Hole in One-golfbúðina og fór í sjúkraþjálfun. Fór svo að sækja hann í Fjallalindina og þá voru Helga og Þorgerður komnar heim þannig að ég borðaði þar og fór svo að sækja Þorlák, Ingibjörgu og Dag Elís í leikskólann... Þorgerður fór með Helgu í klippingu :o)

Nú er ég deffinetlí að fara að pakka, þarf að pakka fyrir okkur 4 fyrir helgina (læt reyndar Sigga pakka fyrir sig... engin þjónusta hér heheh) og fyrir mig til Svíþjóðar, svo ég nái að sofa aðeins á sunnudagskvöldið eftir að ég kem að norðan og áður en ég skelli mér til Sverige :o)

Heyrumst síðar
kv
Kristín E.

Tuesday, May 20, 2008

Fyrsti í Eurovision :o)

ó já... og ég bara verð að blogga beinni lýsingu :þ

Hér féll snilldarsetning um pólsku gelluna sem á lögheimili í ljósabekk og datt í brúnkuspraytunnu :þ "hún ætti að taka aðeins af rassgatinu og færa það ofar" ... spurning hvort hún sé með botox í rassinum :þ eða hefði allavegana frekar átt að fjárfesta í sílíkon en ljósabekkjabrúnkuspraymeðferð

Hreinasta hörmung flest lögin.. sem gerir þetta bara skemmtilegra. Skildum ekkert í því þegar Bóas fór að syngja áðan (Bóas er frá Ísrael) að kona héti Bóas hehehe en svo var þetta bara sennilega karlmaður með ofurskæra rödd.... við erum samt ekki sannfærð!!!

Börnin eru búin að dissa flest lögin, Ingibjörgu fannst samt norska lagið fínt.....

Nú er Írland að tjá sig í gegnum kalkúna.... og hefðu bara átt að halda sig heima....

Svo vakti aumingja konan á sófanum með bangsann sinn athygli (frá Moldóvíu) þar sem Sigmar sagði að ef hún lendir ekki í topp 10 í keppninni þá þarf hún að borga allan kostnað við keppnina sjálf!!! Hún var svo stressuð enda algjörlega ljóst að hún þarf að fara heim á puttanum :þ

Andorra... sjitturinn hún er í málmdressi með horn á höfðinu.... greyið... en Þorláki finnst þær allar í flottum kjólum...

Við hér höldum að Armenía komist áfram.... en hætta á að Holland hætti keppni eftir þetta ár... eru búin að hóta því :þ

Vó.... Finnarnir ekkert smá flottir, það passar þvílíkt vel að syngja almennilegt rokklag á finnsku, allir hér sammála :D

ómæ... pissustopp.... Rúmenía drepur stemninguna algjörlega niður ælælæl

og Sigmar snillingur.... Rússarnir með þvílíkt atriði með 4 milljóna dollara fiðlu sem ekkert heyrist í (enda allt undirspil af bandi) og svo eins og Sigmar segir "Evrópumeistara á skautum sem skautar á plastsviði á stærð við heitapottinn í Garðabæ... svipað og fyrir heimsmeistara í bruni að renna sér niður hraðahindrun" heheheheh ekki gott lag en flottur skautadúddi, hef séð hann skauta en get samt ekki skrifað nafnið hans :þ

Grikkland líklegt áfram.... en komumst bara að því seinna, veit ekki alveg hvenær...

En allavegana, við reiknum með að þessar þjóðir komist áfram í kvöld: Grikkland, Finnland, Armenía, Rússland, Slóvenía... höldum bara að restin detti út :þ en samt... verðum að velja 10 lög og því bætast við: Svartfjallaland, San Marino (af því að þeir eru í fyrsta skiptið með), Aserbadjan (þó þeir geti ekki sungið), Andorra og Siggi vill veðja á að kalkúnninn frá Írlandi komist áfram :þ

Hamborgararassakeppni... ótrúlega margar skutlur með símastaura-lappir :þ

Sem sagt bara stuð og við bíðum spennt eftir framhaldinu.
kveðja
Kristín, Siggi, Ingibjörg, Þorlákur og Tinna Ösp


Smá viðbót... þau lönd sem komust áfram eru:
Grikkland, Rúmenía!!!!, Bosnía Hersegóvenía!!!!, Finnland, Rússland, Ísrael!!!!, Aserbadjan, Armenía, Pólland!!!! með botoxrassinn, Noregur!!!! haaaaa Slóvenía ekki áfram.... 5 rétt og 5 röng... Ég reyndar hélt að Bosnía kæmist áfram en fékk það ekki samþykkt hjá herra Sigurði :þ sem veðjaði frekar á kalkúnafjandann hehehe hlökkum til fimmtudagsins :þ

Thursday, May 15, 2008

Kreisi bissí :o)

Brjálað að gera.... já ó já... er sko bókuð allar helgar fram í miðjan júní hehehhe
Síðustu helgi var ég fyrst að vinna í 22 tíma á föstudeginum og svo mætt kl 8 á sunnudagsmorgni :þ og hafði þess vegna ekki heilsu í að fara með systrum mínum á Eurobandið á Players... er ennþá pínu fúl yfir þessu vaktaskipulagi :S
Á annan í hvítasunnu fór ég svo í sund með familíunni um morguninn, frítt í sund í tilefni af opnun á aðalsundlaugunni í Kópavogi eftir breytingar, við fórum bara í Salalaug eins og vanalega, löbbuðum til að spara bensín hehehe.
Eftir hádegi hitti ég svo nokkrar hressar konur á GAS-bensínstöðinni við Rauðavatn... 8 konur mættar til að gæsa Ingunni Elfu litlu mágkonu mína. Rosalega skemmtilegur dagur auðvitað. Byrjuðum á því að klæða hana í glæsidress, eitthvað af því fann ég í kassa úti í geymslu og annað komu aðrar með.. svo fórum við með hana í Blómaval og létum hana kaupa mismunandi fræ fyrir hverja okkar í garðinn sinn sem hún er að starta... hún á að muna hver á hvaða fræ og á að sinna okkur almennilega, við getum kíkt á árangurinn og séð hverja okkar hún hugsar best um :þ Svo fórum við niður í bæ, létum hana labba með bundið fyrir augun niður að tjörn þar sem hún sá um að reka mávana burt fyrir litlu börnin sem voru að gefa öndunum brauð. Fengum okkur þar cider og súkkulaði og fórum svo í Kolaportið. Þar keypti hún sér sundföt og prúttaði svo og keypti sér veski undir sundfötin fyrir 113 krónur!!!
Svo var haldið í Baðstofuna í Laugum þar sem við höfðum það afskaplega huggulegt... Ingunn í nýju sundfötunum heheheh. Ætluðum að borða þar en þá var eldhúsinu lokað kl 5, tvær voru búnar að hringja og tékka hvort við gætum ekki örugglega borðað kvöldmat þarna en fengu röng svör!!! en við redduðum þessu bara, tvær fóru aftur í búningsklefann og redduðu okkur borði á Caruso þar sem við borðuðum kvöldmat og kvöddum svo Ingunni eftir góðan dag :o)

Svo bara vinna á þriðjudag og svo saumó hjá Unu um kvöldið... mikið hlegið og mikið borðað og gaman að skoða nýju íbúðina hennar Unu sem er með útsýni úr stofunni yfir hæðina þar sem húsið okkar mun rísa :D Ég gerðist hetja og hjólaði í klúbbinn, úr Húsalind í Ásakór og er bara ansi hreint stolt af sjálfri mér!!!

Í gær svaf ég lengur, fór svo og gekk frá bankaviðskiptaskiptum... er komin í Kaupþing eins og Siggi minn :o) fékk meira að segja Eva Solo MemoryBlock í inngöngugjöf hehehe þarf að sýna Þorgerði og Ingunni gjöfina, þær eru báðar sjúkar í Eva Solo hehehe fara kannski bara líka í Kaupþing :þ Svo bara í vinnuna frá 14-8... brjálað að gera eins og vanalega en var svo þreytt að mér gekk vel að sofna þrátt fyrir ansi mörg truflandi símtöl í nótt :S

Svo bara í dag smá stúss, Bónusferð (er svo dugleg að spara þessa dagana :þ hata að versla í Bónus en er að spara fyrir húsinu okkar) og svo í RL magasín þar sem ég keypti bleikar gardínur fyrir Ingibjörgu sem eru myrkvunargardínur :o) þannig að hún þarf ekki lengur að sofa með flísteppi fyrir glugganum. Svo bara heim og gerðist aftur dugleg, fór labbandi að sækja börnin í leikskólann. Dagur Elís kom með okkur, þau léku sér hér og svo skellti ég þeim í bað enda vel skítug eftir endalausa útiveru í góða veðrinu.

Og þá er bara komið núna... á morgun er vinna og svo Jet Black Joe og Gospel tónleikar í Laugardagshöll :þ Hildur Valdís ætlar að passa, við systur förum allar og líka Siggi og Össi... hlakka svooooo til... er að spá í hvort ég ætti að fara í mexíkönsku mussunni sem ég keypti mér á Jet Black Joe árunum hehehe fann hana í kassa úti í geymslu :þ
Svo er heil vinnuvika og svo norður sem sagt eftir rúma viku, verðum á Akureyri og förum svo í giftingu Ingunnar og Gísla í Svarfaðardal sunnudaginn 25. maí... á 40 ára brúðkaupsafmæli tengdaforeldra minna, 75 ára afmæli Ástu ömmu Sigga og 40 ára skírnarafmæli Ástu Birnu systur Sigga og svo eru þá líka 4 ár síðan Þorlákur og Ingibjörg komu heim af vökudeildinni!!! Stór dagur :o) og við hlökkum mikið til... ég er búin að velja mér föt og búin að finna föt fyrir krílin, Siggi stefnir á nýja skyrtu og nýtt bindi líka!!!
Ekki má gleyma að næsta vika er holyholy vika hjá okkur, Eurovision á þriðjudag, fimmtudag og laugardag!!! náum laugardagskeppninni hjá mömmu og pabba á Akureyri... hlakka mikið til þess líka :þ
26. maí fer ég svo til Svíþjóðar í vinnuferð, flýg til Stokkhólms og við verðum þar fyrstu nóttina sem þýðir að ég hef nánast allan daginn til að láta visakortið mitt svitna í H&M... vantar svo að kaupa helling af fötum fyrir börnin mín :þ. Á þriðjudeginum fljúgum við svo áfram til Luleå sem er í norður Svíþjóð, við botn Eystrasaltsins þar sem ráðstefnan er haldin. Ráðstefna eftir hádegi og fínn dinner um kvöldið, förum líka í skoðunarferð í Blóðbanka í Luleå sem er verulega spennandi :þ. Á miðvikudeginum verður haldið áfram með ráðstefnu og svo til Stokkhólms um kvöldið þar sem gist verður eina nótt og svo heim á fimmtudeginum.
Ég fer með þremur köllum í ferðina hehehe Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni í Blóðbankanum og Sigurði sem vinnur hjá Fastus... Fastus er fyrirtækið sem er að senda okkur út.. umboðsaðili tækja og hvarfefna frá Ortho sem við erum að fara að ráðstefnast um í Sverige :o) Bara verulega spennandi...

Helgina eftir það er lítið planað annað en ég er á aðalvakt sunnudaginn 1. júní þannig að laugardagurinn verður rólegheit.

Svo er næsta brúðkaup 7. júní.. Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar eru að gifta sig þann dag, veislan í nýja turninum við Smáratorg... ekkert smá spennandi :o) Eigum eftir að redda pössun fyrir þann dag, fer í það á næstunni :o)

Þá er komið að helginni þar sem 14. júní er okkur boðið í fermingu hjá Huldu Maríu frænku minni í Mývatnssveit.... vonandi komumst við þangað, stefni á það en þarf aðeins að sjá til :þ

Sem sagt... brjálað prógram framundan, allt rosalega spennandi og við hlökkum mikið til :D

En nóg um blaður í bili... ætla að skella mér í heitt bað með dauðahafsbaðsalti frá Volare (sem Dagný Bald seldi mér um daginn... gerir húðina undurmjúka) til að reyna að róa mig niður svo ég sofni í kvöld... eftir síðustu sólarhringsvakt var ég andvaka í 4 tíma áður en ég sofnaði kvöldið eftir!!!

Heyrumst og takk fyrir öll kommentin :o)
kv
Krizzza

Monday, May 5, 2008

Nokkrar myndir úr seinni í afmæli :o)

Já... nú er seinni afmælisveislan líka búin. Hingað komu 38 gestir á laugardag, 3. maí. Veislan gekk ljómandi vel, við reyndar fórum aðeins fram úr sjálfum okkur við Siggi... ætluðum okkur aðeins of mikið en með aðstoð góðra kvenna sem mættu snemma í veisluna þá tókst þetta allt ljómandi vel, takk Íris, Guðný, tengdamamma og Fjóla fyrir alla hjálpina :o).
Ég byrjaði undirbúininginn á föstudegi eftir vinnu, hefði mátt gera aðeins meira þá en Siggi var upptekinn í vinnunni, voru með innflutningspartý fyrir viðskiptavini og smá partý á eftir, en hann hjálpaði mér þeim mun meira á laugardeginum. Við byrjuðum kl 9:30 á laugardagsmorgni og svo byrjaði veislan kl 3 og þá vorum við öll búin í sturtu og komin í föt, þó annað væri ekki alveg eins mikið til og það átti að vera. Stelpurnar sem ég taldi upp áðan og fleiri til hjálpuðu við að leggja á borðið og börnin byrjuðu að borða Tomma Togvagnköku, Prinsessukastalaköku og köngulær á skikkanlegum tíma. Við bara ákváðum að gera allt tilbúið fyrir börnin fyrst, koma þeim af stað í að borða og redda svo veitingum fyrir fullorðna fólkið á eftir.
Svo gekk þetta bara allt eins og í sögu, það átti að vera rigning en hún kom ekki fyrr en seint þannig að það var hægt að vera úti á palli og svo fóru börnin út í garð að leika sér meðan fullorðna liðið var að borða... þannig kemur maður 38 manns í veislu í litlu íbúðina okkar, þetta verður minna mál í fína húsinu okkar, hvenær sem það verður :þ
Síðustu gestirnir fóru heim upp úr kl 6 og við borðuðum svo kvöldmat og gormarnir fóru að sofa alsæl með veisluna... við fórum í frágang og vorum búin að öllu um 12 tímum eftir að við byrjuðum :o).
Á sunnudag var svo veislan hjá Steina langafa, hann á 80 ára afmæli í dag, á sama afmælisdag og Þorlákur og Ingibjörg og er þar að auki tvíburi eins og þau. Fínasta veisla og Þorlákur og Ingibjörg borðuðu algjörlega yfir sig þar... sérstaklega Þorlákur mathákur hehehe
Í dag er svo afmælisdagurinn... loksins segja börnin :þ. Þau fengu pínusmá nammi eftir morgunmatinn í morgun og fóru svo á Dal og fengu þar kórónur, skildi myndavélina eftir en Siggi gleymdi að taka hana með heim þegar hann sótti þau í dag, sjáum bara á morgun hvernig myndirnar hjá þeim tókust. Í kvöldmatinn fengu þau svo kjúkling og íspinna í eftirmat og svo skemmtum við okkur öll fjögur yfir gömlum myndum af börnunum, þau skoðuðu bumbumyndir, myndir af þeim nýfæddum, afmælismyndir úr 1, 2 og 3 ára afmælisveislunum og Bahamamyndir líka... þeim finnst ótrúlega fyndið að skoða myndir af sér þegar þau voru litlubörn :o).

En allavegana, hér koma nokkrar myndir... er svo alveg að fara í að setja inn fullt fullt af myndum á barnanetið :o)
Njótið vel, kveðja Kristín stórubarnamamma


Þorlákur á laugardag, búinn að fá afmælisgjöfina frá mömmu og pabba,
Star Wars geimflaug og Star Wars kall. Ákváðum að það gengi ekki að gefa þeim afmælisgjöfina á afmælisdaginn og senda þau svo beint í leikskólann!!!


Ingibjörg á laugardag að fá sína gjöf frá mömmu og pabba,
Littlest Pet Shop hús sem vakti mikla lukku


Prinsessukastalakakan sem ég gerði fyrir laugardagsafmælið, hefði orðið flottari ef ekki hefði verið ansi mikil tímaþröng... fyrstu gestirnir komnir áður en hún var til :þ
En aðalatriðið er að Ingibjörg var hæstánægð með kökuna sína :D


Og þetta er lestarkakan hans Þorláks, nánar tiltekið Tommi Togvagn
Svo tókum við ekki mikið fleiri myndir í veislunni,
foreldrarnir voru uppteknir við að sinna gestunum :þ


Fallegasta afmælisstelpan, mynd tekin yfir morgunmatnum á afmælisdaginn


Fallegasti afmælisstrákurinn, rosalega glaður á 4 ára afmælisdaginn... loksins :D

Thursday, May 1, 2008

Nokkrar myndir úr fyrsta í afmæli :o)

Halló Halló..... fyrsta afmælisveisla barnanna í ár er afstaðin, reyndar ekki fyrsta heldur fyrri veislan :þ. Í dag buðu þau vinum sínum úr leikskólanum í afmæli, 3 stelpur og 3 strákar (reyndar ein stelpa af efri hæðinni hjá okkur og einn sonur vina okkar sem er jafnaldri). Svo komst reyndar stelpan á efri hæðinni ekki en Helga Margrét ætlaði hvort eð er að koma til að hjálpa okkur við herlegheitin þannig að það var 3-3 í kynjahlutfallinu :)

Seinna afmælið verður á laugardag... búin að hringja í alla gestina og þeir sem koma ekki verða bara að muna að þegar við flytjum í fína húsið okkar sem við ætlum að byggja þá getum við boðið mun fleirum í afmælisveislur, íbúðin okkar rúmar því miður ekki alla sem við myndum vilja bjóða í veislu :S Sorry... vona að enginn verði sár...

Ég set fleiri myndir inn síðar á barnanetssíðuna.. á reyndar eftir að setja inn jólamyndir og myndir frá þeim tíma inn á barnanetið, skelli mér í þetta einn daginn fyrir jólin :þ En hér koma myndir frá deginum í dag... njótið vel...


Kakan hennar Ingibjargar, bleikt trampólín með grænu grasi í kring...
Playmo-prinsessan er að trampa á trampólíninu (það sagði Ingibjörg)



Bláa köngulóarkakan hans Þorláks, líka með grænu grasi í kringum.
Köngulærnar vöktu mikla lukku og streymdu út :o)



Annað sjónarhorn til að sjá frábæru köngulærnar

Strákarnir í veislunni, Jói, Anton Oddur, Þorlákur og Dagur Elís
Þorlákur vildi auðvitað fara í jólafötin sín fyrst Ingibjörg fór í jólakjólinn :o)

Stelpurnar í veislunni, Helga Margrét, Ingibjörg, Malen Ósk og Lena Mizt

Eitt smá skondið úr veislunni... við höfum aldrei hitt foreldra Lenu áður og þegar pabbi hennar kom með hana sagði hann okkur frekar skondna sögu. Þau voru að reyna að veiða upp úr Lenu hvort Þorlákur og Ingibjörg væru tvíburar og Lena sagði: Þorlákur er tvíburi en Ingibjörg er prinsessa heheheh alveg rétt hjá henni :þ
Vona að veislan á laugardag gangi eins vel, þessi var svo róleg að eftir kaffið gat ég haldið áfram að hringja í gesti í næstu veislu :þ stillt 4 ára börn :o)

Heyrumst...
kv
Krizzza... sem á tvö 4 ára börn... á mánudag :þ